Í umboði hverra mun Margrét Sverrisdóttir sitja?

Margrét Sverrisdóttir

Að óbreyttu mun Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, verða kjörin forseti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar á þriðjudag. Hún er varafulltrúi framboðs tengdu flokki sem hún vill í dag ekki kannast við og klauf til að ganga í annan er yfir lauk. Þetta er athyglisverð flétta og ég held að engin dæmi séu um það úr seinni tíma stjórnmálasögu að varafulltrúi hafi verið kjörinn forseti borgarstjórnar og að auki fulltrúi í nafni flokks sem viðkomandi vill ekki kannast lengur við.

Eins og vel er kunnugt var Margrét svo hneyksluð þegar að Gunnar Örn Örlygsson, þáverandi alþingismaður, fór úr Frjálslynda flokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn vorið 2005 að hún sendi í eigin persónu kæru um málið inn til umboðsmanns Alþingis þar sem hún taldi gersamlega ótækt að stjórnmálamaður kosinn fyrir einn lista gæti síðan skipt um á miðju kjörtímabili og gengið í raðir annars lista.

Margrét mun vonandi upplýsa fjölmiðla og stjórnmálaáhugamenn um þessa margfrægu kæru og í leiðinni velta því fyrir sér hvort hún ætti að fá yfir sig samskonar kæru.


mbl.is Getur setið sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég trúi ekki öðru en hún sendi inn kæru til umboðsmanns alþings vegna sjálf síns - hún hlýtur enn að hafa sömu sannfæringu.

Óðinn Þórisson, 13.10.2007 kl. 17:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hræsni og ekkert annað. Það sem aðrir meiga ekki, má ég af því það er allt annað mál.  Lásí heiðarleiki í þessu fólki. Hún var nú bara tekin með til að ná upp í kvóta.  Geri mér vonir um að þau kúki svo á sig á næstu mánuðum að efna þurfi til kosninga, ef það er framkvæmanlegt, eða þá að skipt verði aftur um meirihluta.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.10.2007 kl. 19:22

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir góð komment.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2007 kl. 19:27

4 identicon

Hvernig gengur með pistilinn um slit á samstarfi?

Menn grípa hvað sem er til að sverta hinn nýja meirihluta og líta hlutina mjög svarthvítum augum.

Margrét Sverrisdóttir sendi inn erindi til Umboðsmanns um kjörgengi Gunnars Örlygssonar og fékk svar um það að hann væri réttkjörinn á þing.  Ég veit ekki annað en að hún hafi unað þeim úrskurði, og ætti því manna best að vita hvernig þessum málum er háttað.  Þegar það er búið að segja henni það að menn eru kjörnir persónukjöri - af hverju ætti hún þá að víkja?

Það er því algjörlega óþarfi að kæra - málið liggur ljóst fyrir og Margrét veit það manna best!

Þar fyrir utan eru mál Gunnars og hennar mjög ólík.  Gunnar fer yfir í Sjálfstæðisflokkinn vegna persónulegra skoðanna, Margrét yfirgefur flokkinn þegar skoðanir sem henni líkar ekki ná yfirhöndinni án þess að hennar skoðanir breytist - þegar menn koma inn í flokkinn sem hafa aðrar áherslur en hennar.  Þetta er gjörsamlega ósambærilegt.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 21:54

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hvað ertu að verja Steingrímur?

Margrét gerði nákvæmlega það sama og Gunnar Örn, það verklag sem hún klagaði til umboðsmanns. Hún gekk úr flokknum sem hún var fulltrúi fyrir og fór til liðs við nýjan flokk. Skyndilega er floppframboð sem aldrei hefur nokkrum stuðningi náð á nokkrum vettvangi kominn með oddamann í meirihluta borgarstjórnar. Margrét tekur alveg sömu ákvarðanir og Gunnar Örn og þetta mál flækist mjög fyrir henni. Fjölmiðlar munu minna hana vel á þetta á næstunni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.10.2007 kl. 22:54

6 identicon

Væri skárra fyrir Margréti að hafa haldið áfram í Frjálslynda flokknum sem stendur skyndilega fyrir þriðja ríkið á Íslandi? Það væri meiri hræsni. Hún var persónulega kjörin, og er óháð, ég sé ekkert að því.

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 02:18

7 identicon

Ég er ekki að verja neitt.  Margrét spurðist fyrir um leikreglunar og fékk því svarað hvernig þeim væri háttað.  Hefði ekki verið óeðlilegt að hún færi eftir leikreglum sem eiga ekki við?

Það má náttúrulega líka bæta við að það var varla nokkur maður sem kaus F-listann fyrir 17 mánuðum vegna þess að það væri Frjálslyndi flokkurinn - fólk kaus Ólaf og Margréti.  Bæði Ólafur og Margrét - og reyndar  3 næstu á listanum líka - sögðu sig úr flokknum við aðstæður sem við förum ekki yfir hér og það væri afskaplega óeðlilegt að taka einhvern úr sjötta sætinu og setja hann inn. 

En það er náttúrulega ekkert nema gaman að því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt á Gunnari Örlygssyni og borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík ef maður lítur þannig á það...

Þannig að eins og áður er ég einfaldlega að benda á að allt þetta sem þú ert að telja hérna upp til foráttu fyrir nýju meirihlutasamstarfi er í besta falli veik sjónarmið og önnur mál eru mun mikilvægari.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 09:55

8 identicon

Ég er ekki að verja Margréti, en hún bauð sig fram fyrir Frjálslynda og ÓHÁÐA, er hún þá ekki núna að starfa í nafni óháðra, flokkar eiga yfir höfuð ekki að bjóða sig fram með "og óháðir" því að þeir eru í rauninni aldrei óháðir, það er eingöngu til að blekkja kjósendur og veiða atkvæði. Fólk kaupir þá köttinn í sekknum.

Hins vegar ber þetta vott af því sem hún gagnrýndi Gunnar fyrir. 

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 13:17

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Þorsteinn: Það væri heiðarlegra hjá Margréti að segjast sjá eftir skrifunum um Gunnar Örlygsson og að hún sæi betur stöðu mála í dag. Það myndi líta mun betur út fyrir hana.

Steingrímur: Margrét var flokksfulltrúi Frjálslyndra á F-listanum. Hún var jú framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og dóttir stofnanda hans. Ólafur F. var sá óháði og Guðrún Ásmundsdóttir var óháð. Annars ætti bara MS að segjast sjá eftir fyrri skrifum. Þangað til lítur hún ekki út sem trúverðug. Það var ákvörðun Gunnars að fara yfir. Hef engar athugasemdir um það. Hann fékk ekki umboð innan flokksins til að fara á þing. Öll mín skrif byggjast á athugasemdum sem allir fjölmiðlar eru að fjalla um.

Óli: Margrét er ekki óháð, hún er varaformaður annars stjórnmálaflokks, reyndar flokks sem náði engri hylli í vor en var stofnaður og starfar enn. Þetta mál er vandræðalegt fyrir hana og þess vegna er fjallað svo mikið um það sem raun ber vitni. Þetta eltir hana að óbreyttu út tímabilið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 14:32

10 identicon

hún er varaformaður flokks sem tók þátt í alþingiskosningum, en ekki í sveitastjórnarkosningum. síðast þegar ég vissi þá var það ekki það sama, fólk getur stutt flokk á alþingi sem það styður ekki í sveitastjórn. Íslandshreyfingin er ekki einu sinni til í sveitastjórn, ef að hún væri þar til staðar, þá myndi málið kannski líta aðeins öðruvísi út. hún er ennþá að vinna fyrir sama flokk í sveitastjórn, þó að hún sé með öðrum á landsvísu. Flokkurinn sem bauð fram í borginni hét frjálslyndir og óháðir, sem þýðir að þú þarft ekki að vera frjálslyndur til að vera með í þeim flokki. þannig að tæknilega séð sveik hún ekkert með að verða óháð í borgarstjórn burtséð frá því að hún hafi verið frjálslynd á sínum tíma, hún skipti einfaldlega um deild innan borgarstjórnarflokksins, því flokkurinn er tvær deildir.

ég tek það fram að ég styð hana ekki, en í þessu máli þá er hún ekki að gera neitt rangt 

mbk

Óli 

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:09

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er aðallega vandræðalegt fyrir Möggu. Lítur ekkert vel út. Þetta er líka sögulegt. Hún verður fyrsti forseti borgarstjórnar sem hefur ekki skýrt og afgerandi umboð. Hún er t.d. ekki aðalmaður. Enn vitum við ekki hvað amar að Ólafi F. Magnússyni. Það þyrfti að upplýsa það.

Ef ég á að vera alveg heiðarlegur tel ég að Magga endi von bráðar í Samfylkingunni, fari fram þar í næstu sveitarstjórnarkosningum eða þingkosningum. Finnst ansi margt líta þannig út núna.

Annars hefur Egill Helgason ritað góða grein um undarlega stöðu MS, sem ég er algjörlega sammála.

Ósamstæður meirihluti - grein Egils Helgasonar

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 15:21

12 identicon

já ég er sammála greininni, og ég er sammála því að þetta sé ákaflega vandræðalegt fyrir hana, hún gagnrýnir Frjálslynda og er svo í sömu sæng og þeir, og hvar er Ólafur? Það kæmi svo sem ekki á óvart að hún færi þangað.En helduru að hún hafi gott bakland í Samfylkingunni? Hún er voðalega villt, og virðist þurfa að ná áttum.  

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 15:34

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Rétt skal vera rétt Stefán Friðrik, Ólafur F. var í Frjálslynda flokknum, og Guðrún Ásmundsdóttir líka.  Það var Ásta Þorleifsdóttir sem var óháð.  Margrét er réttkjörin varafulltrúi Ólafs sem er í veikindaleyfi.  Nú munt þú þurfa að fara alla leið niður í sjötta sæti listans nú til að finna einstakling sem skráður er í Frjálslynda.  Margrét hefur ekki komið fram af neinum óheilindum gagnvart sínum gömlu félögum, og hafa félagar þar (Viðar Guðjohnsen sá ég) viðurkennt það á bloggsíðum.  

Sigríður Jósefsdóttir, 14.10.2007 kl. 16:16

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Óli: Já, þetta vekur allavega athygli. Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Ég myndi allavega ekki veðja á að Íslandshreyfingin fari fram aftur, tja nema að oddasetan í borgarstjórn bjargi flokknum.

Sigríður: Ólafur F. var óháður í kosningunum 2002, það var það sem ég meinti. Var að tala um upphafið. MKS var varaborgarfulltrúi á síðasta tímabili líka. Ólafur F. gekk til liðs við frjálslynda á landsþingi 2005, átakaþinginu þar sem kosið var á milli Magnúsar Þórs og Gunnars Örlygssonar um varaformennskuna. Hvenær gekk Guðrún til liðs við frjálslynda? Var hún ekki óháð í kosningabaráttunni? Vissi sannarlega að Ásta væri óháð. Það leynist engum að algjör skil, eða næstum því, hafa orðið milli F-listans og Frjálslynda flokksins. En það breytir ekki því að staða Margrétar er vandræðaleg miðað við fyrrnefnt erindi hennar til umboðsmanns vegna Gunnars Örlygssonar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.10.2007 kl. 16:21

15 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hygg að Margrét hafi sjálf farið offari  gegn Gunnari um árið.  Það breytir ekki því að varamenn eru líka kjörnir og þar til Ólafur F Mag kemur aftur til starfa fer Margrét með umboð borgarfulltrúa.   Hvort sem mönnum líkar betur eða verr..........

Hún hefur sennilega ekki mikið formlegt bakland - - en sumir hafa nú komist að því að þá skortir bakland - þó þeir héldu að þeir hefðu heilan og stóran flokka á bak við sig.

Bensi

Benedikt Sigurðarson, 15.10.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband