Drengurinn látinn

Drengurinn sem keyrt var á í Reykjanesbæ síðdegis á föstudag er látinn. Ég vil votta fjölskyldu stráksins innilega samúð mína.


Víkurfréttir á Suðurnesjum fullyrða á vef sínum í kvöld að maðurinn sem handtekinn var fyrir að keyra á drenginn sé útlendingur. Þetta hefur reyndar visir.is fjallað um ennfremur. Veit ekki hvort að sú staðreynd að útlendingur hafi orðið valdur að dauða drengsins í Reykjanesbæ hafi áhrif á umræðuna um málið. Kannski má búast við því að það leiði enn til umræðu um útlendingamál, í ljósi nauðgunarmála og fjölda annarra mála sem hafa verið í umræðunni. Ætla að vona að það verði ekki aðalatriði þessa hörmulega máls.

Það sem skiptir mestu máli á þessu stigi er að upplýst verði hver keyrði á drenginn og hvers vegna hann hafi yfirgefið vettvang slyssins án þess svo mikið sem að hringja á aðstoð. Það tel ég að allt venjulegt fólk hefði gert í stöðunni. Kannski hefur viðkomandi óttast að taka á sig ábyrgð á málinu vegna þess að hann var útlendingur og farið á taugum vegna þess. Erfitt um að segja. Það er mikilvægast að upplýsa lykilatriði málsins áður en annað verður svosem rætt.

Skiljanlega er fólk slegið í Reykjanesbæ og um allt land vegna þessa máls. Þetta mál er enda í alla staði hinn mesti harmleikur. Sú staðreynd að ökumaðurinn stingi af frá vettvangi gerir það að öllu leyti verra. Það er sem betur sjaldgæft að svona gerist hér á landi og hafi það gerst hefur viðkomandi jafnan gefið sig fram. Veit ekki hvort það hafi verið tilfellið í þessu máli en svo virðist þó ekki vera af fréttaumfjöllun að dæma.

Það má vera að hefnd sé fyrsta hugsun margra í þessu máli. Hefndin gerir þó ekkert gott í tilfelli á borð við þetta. Það sem skiptir mestu máli er að lögreglan hafi handtekið réttan mann og rannsókn málsins fari rétta leið í kjölfar þess.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Ég tek undir það sem þú segir.

Þetta er mikill harmleikur og ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð. †

Ég er viss um að íslendingur hefði ekki yfirgefið slysstað og það hefur færst í aukana síðustu misseri að útlendingar flækist inn í alvarleg mál hérlendis.

Auðbergur D. Gíslason
14 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 2.12.2007 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Held ég get fullyrt að enginn Íslendingur hefði yfirgefið slíkan sylsstað.
Því meiriháttar umhugsunarefn um þessi mál, um leið og ég tek undir orð þín Stefán og votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.12.2007 kl. 01:17

3 Smámynd: Egill Óskarsson

Guðmundur Jónas. Þessar fullyrðingu þína get ég hrakið. Það eru ekki bara til dæmi um það að íslendingar hafi keyrt á fólk og skilið eftir til að deyja eða lifa við örkuml heldur eru líka til dæmi þess að íslendingar hafi keyrt framhjá slysstöðum án þess einu sinni að hægja á sér.

Þú ert virkilega lítil sál að segja svona hluti. Ég hef meiri áhyggjur af fólki eins og þér en nokkrum öðrum þjóðfélagshóp á landi okkar í dag. 

Egill Óskarsson, 2.12.2007 kl. 01:22

4 identicon

Plís ekki gera þetta mál að innflytjandamáli, alger óþarfi að nefna það, gerir bara málið verra, nógu slæmt er það fyrir.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Egill. Fór inn á bloggsíðu þína þar sem segir að höfundur sé að öllum
líkindum ekki í jafnvægi..(nema þú hafir breytt henni nú þegar)  Tek undir með Doctor!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.12.2007 kl. 01:41

6 Smámynd: Blómið

Bið ykkur kæru bloggara að bera þá virðingu fyrir fjölskyldu elsku litla drengsins og fyrir ykkur sjálfum líka:(  Ekki falla í þá sorglegu gryfju að reyna að finna sökudólga strax.   Fjölskyldan er í sárum, og ég efast ekki um það að gerandinn á fjölskyldu líka sem ekkert hefur sér til sakar unnið (erlend eða íslensk)   Þetta er mannlegur harmleikur, sem lagast ekki með rætnum ummælum, dólgslegum athugasemdum (sem ég hef séð í kvöld, en ekki á þessari síðu) hefur ekkert  upp á sig.  Leyfum fjölskyldum bæði blessaðs barnsins og ógæfuaðilans sem varð valdur að dauða þess, að syrgja í friði.

Blómið, 2.12.2007 kl. 01:45

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek undir með þér Blómið. Tel að það sé engin þörf á umræðu um þetta skelfilega mál og loka á umræðuna hér með.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.12.2007 kl. 01:46

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband