Styrkur Ólafs F. - vildi Margrét bola Ólafi burt?

Ólafur F. Magnússon Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur eru mikil tíðindi og greinilegt að F-listinn með Ólaf F. Magnússon í fararbroddi hefur fengið mörg lykilmál sín í forgang. Sérstaklega er ánægjulegt að myndaður hafi verið meirihluti í Reykjavík sem byggir á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og hann festur í sessi. Þetta var eitt helsta áherslumál F-listans í kosningunum 2006, eins og allir muna.

Staða mála nú hlýtur þó að leiða til umræðu um samskipti Ólafs F. Magnússonar og Margrétar Sverrisdóttur. Þegar að nýr meirihluti var myndaður í október 2007, þegar að vinstriöflin tóku saman, var það án málefna og án Ólafs F. Magnússonar sem sýnilegs leiðtoga. Þegar að hann sneri aftur var það með læknisvottorð upp á vasann að kröfu meirihlutafulltrúa. Það var mjög í umræðunni og virðist vera að það hafi verið ólga yfir endurkomu hans í borgarmálin og þá hafi byrjað að síga undan meirihlutanum, þar sem Ólafur F. vildi starfa eftir málefnum sínum og beitti hiklaust oddastöðu sinni í þeim efnum, mun öflugar en Margrét Sverrisdóttir gerði sem forseti borgarstjórnar í nokkrar vikur.

Kjaftasagan er með þeim hætti að Margrét hafi óskað eftir læknisvottorðinu frá Ólafi á sínum tíma. Hver lak því svo út í fjölmiðla með vottorðið er líka óvíst, en margir segja að sá leki hafi verið úr meirihlutanum. Altént er ljóst að endurkoma Ólafs F. Magnússonar var örlagamóment fyrir meirihlutann. Sögurnar sem ég hef heyrt úr innsta hring stuðningsmannakjarna Ólafs F. er með þeim hætti að samstarf hans og Margrétar hafi aldrei verið samt eftir þessa daga er hann sneri aftur og varð forseti borgarstjórnar og mikill trúnaðarbrestur verið millum þeirra. Það er því ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér hvort að Margrét hafi viljað bola Ólafi F. frá í orðsins fyllstu merkingu eins og hún talar um nú.

Það gerir hún þó að F-listinn hafi fengið borgarstjórastólinn og formennsku borgarráðs það sem eftir lifir kjörtímabils og málefnaáherslur sínar í gegn. Það er ekki óvarlegt að ætla að stutt sé í að Margrét gangi í Samfylkinguna, eins og kjaftasögur hafa verið um. Vík hefur allavega orðið milli vina í F-listanum og sex ára samstarfi Ólafs og Margrétar Sverrisdóttur virðist lokið. Þar hefur verið innri ágreiningur sem fjölmiðlar eiga eftir að fjalla um og virðist hafa verið áberandi, sérstaklega undir lokin þar sem Margrét vildi hvorki fylgja Ólafi og málefnum hans né heldur þeim lista sem hún var kjörin til trúnaðarstarfa fyrir.

Ólafur F. Magnússon er að því ég best veit fyrsti borgarstjórinn í Reykjavík sem fæddur er á Akureyri. Hann hefur verið hugsjónamaður í pólitík; gekk úr Sjálfstæðisflokknum vegna málefna Kárahnjúkavirkjunar og lét steyta á málefnum í þeim efnum svo eftir var tekið. Hann myndar nú meirihluta á þeim málefnum sem F-listinn hefur staðið vörð um og eftir hefur verið tekið sem lykilmálum hans. Hann fær nú tækifæri til að sýna kraft sinn í alvöru meirihluta, þar sem málefni skipta máli, en í fyrri meirihluta var aldrei klárað að semja um málefni á hundrað dögum, sem verður sögulegt klúður metið.

Nýr meirihluti tekur við völdum á fimmtudag. Alls óvíst er hvort að Margrét verði hluti hans eða fái nefndastörf í nafni hans. Á þessari stundu er það ólíklegt. Eflaust bíðum við öll eftir því að hún gangi í Samfylkinguna, eins og kjaftasagan hefur verið svo hávær um.

mbl.is Lýsa stuðningi við Ólaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólafur og Vilhjálmur eru óumdeildir og vandaðir menn. Þetta verður farsæll meirihluti. Annars skil ég ekki í hverju andstaða Margrétar á að felast þar sem nýi meirihlutinn ætlar að vinna að kosningamálum F-listans.  En ég er svo sem ligeglad.

Sigurður Þórðarson, 22.1.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki getað orðað þetta betur/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.1.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef hún Margrét styður ekki við Ólaf og þau málefni sem þau og F listinn voru kosinn fyrir, þá hefur Margrét gengið á bak orða sinna gjörsamlega. Það myndi sanna að hugsjónin er ekki í fyrirrúmi ef völd er í boði.

Var ekki fráfarandi meirihluti með eitt mál á stefnu? það er að vera við völd. 

Fannar frá Rifi, 22.1.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin Halli, Fannar og Siggi.

Alex: Það er öllum ljóst að krafa var í meirihlutanum um að Ólafur F. skilaði inn vottorði. Það var þeirra að ráða hvernig þeim málum væri háttað. Hefði Ólafur F. verið óumdeildur innan meirihlutans hefði hann aldrei skilað inn vottorði. Þetta var alfarið þeirra mál. Sjálfstæðisflokkurinn hafði engin völd til að krefjast eins né neins um þau mál. Það blasir við öllum.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er langstærsta aflið í borgarstjórn, með sjö fulltrúa af fimmtán. Fyrst að vinstrimeirihlutanum mistókst að mynda trúverðugan meirihluta og ekki að koma saman málefnasamningi er eðlilegt að hann taki það á sig að leiða nýjan meirihluta til valda. Þannig virka hlutirnir að mynda þarf nýjan meirihluta er aðrir falla. Ekki er um að ræða að boða aftur til kosninga.

Hnífameistari Framsóknar, Björn Ingi Hrafnsson, felldi meirihluta með Sjálfstæðisflokki með klækjabrögðum. Það er ekki sannfærandi að hann kvarti yfir vinnubrögðum Ólafs F. hafandi sjálfur gert hið sama. Hann hóf mikið valdatafl með vinnubrögðum sínum og hefur nú hundrað dögum síðar endað valdalaus með öllu sjálfur og á varla fyrir neinu nema áheyrnarfulltrúum í nefndum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.1.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband