Bin Laden beinir hryðjuverkaógninni að Evrópu

Osama Bin Laden Osama Bin Laden beindi hryðjuverkaógninni að Evrópu í ávarpi sínu í kvöld. Eru það sterk skilaboð til Evrópusambandsins og í raun allra Evrópuþjóða, einkum á Norðurlöndum vegna skopmyndateikninganna að hefnda verði leitað. Er ekki hægt að túlka þann boðskap þessa vitfirrta manns nema á þann einn veg að hryðjuverkaógnin vofi yfir svæðinu. Það er ekki nýtt að þessi vitfirringur ráðist að lýðræðislegum þjóðum og hóti þeim öllu illu.

Enn eina ferðina sprettur þessi maður fram eins og grýla sem kemur ófrýnileg út úr hellinum sínum til að láta aðra finna fyrir sér og reyna að sýna að enn sé töggur í skepnunni. Skuggabaldur virðist þó óvenjuherskár í þetta skiptið og hótar okkur í Evrópu greinilega öllum vegna skopmyndateikninganna. Skuggabaldur minnir á sig og virðist undirbúa okkur undir hryðjuverkaöldu. Þetta ávarp eru sterk skilaboð í þá átt.

Hatur bin Laden á vesturveldunum hefur verið til staðar árum saman - það var komið til löngu áður en George W. Bush varð forseti Bandaríkjanna, hvað þá ríkisstjóri í Texas og kjör nýs forseta þar á næstu mánuðum breytir varla miklu í þessum efnum. Ógnin sem hann boðar er alþjóðleg og snýr ekkert síður að okkur á Norðurlöndum en öðrum, eins og þetta hatursávarp til Evrópu boðar.

mbl.is Bin Laden hótar Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: proletariat

Gamlir gigtveikir hellisbúar, notaðir sem gríla til að stjórna okkar lífi.

Hvernig framtíð viljum við?

Ætlum við að láta Bush og hans lið hræða frá okkur öll manréttindi.

proletariat, 20.3.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Oliver North var drulluhræddur við þennan gæja.  En núna?  Núna er Bin landen brandari.  Ég meina, þetta er einhver pjakkur í helli sem birtist alltaf öðru hvoru og segir "Bú!"

Hvernig á maður að taka mark á slíku? 

Ásgrímur Hartmannsson, 20.3.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Það stendur ekki mikil ógn af dauðum mönnum, skoðaðu myndbandið í þessari færslu: http://folkerfifl.blog.is/blog/folkerfifl/entry/439531/ þar talar Benazir Bhutto um manninnn sem drap Bin Laden.

FLÓTTAMAÐURINN, 20.3.2008 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband