Svipmynd af kjarnakonunni Ólöfu Pétursdóttur

Horfði í kvöld á minningarþátt um kjarnakonuna Ólöfu Pétursdóttur, dómara, í Sjálfstæðu fólki hjá Jóni Ársæli. Brugðið var upp heilsteyptri svipmynd af því hvernig hún lifði með þeim örlögum að lamast frá hálsi í slysi fyrir einu og hálfu ári. Hafði Jón Ársæll unnið lengi að gerð þáttarins og ákveðið var að sýna þáttinn með leyfi fjölskyldu Ólafar, en hún lést fyrir tæpum mánuði.

Þessi þáttur var mikil upplifun. Það er mikið áfall að þurfa að berjast fyrir því einu að geta hreyft höfuðið og þurfa að byggja líf sitt upp frá grunni. Fannst mér aðdáunarvert af hve miklu æðruleysi Ólöf tók örlögum sínum í skugga mikillar lömunar. Hugprýðin sem einkenndi allt fas hennar við þessa aðstæður ætti að verða lærdómur fyrir alla sem sjá þáttinn.

Í veikindum Ólafar sást persónulegur styrkleiki hennar mjög vel. Það eru þung örlög að vera dæmd til vistar í hjólastól og þurfa að læra að lifa lífinu með öðrum hætti og vita að hver andardráttur getur verið erfiður - hver áskorun verður svo mikil í þeim aðstæðum.

Það er langt síðan að einn þáttur hefur snert mig meira. Viðhorf Ólafar og persónulegur styrkur í erfiðum veikindum er aðdáunarverður. Vil þakka Jóni Ársæli fyrir að færa okkur þessa fallegu svipmynd af kjarnakonu og hetju, sem lést langt fyrir aldur fram.

Blessuð sé minning Ólafar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég sá ekki þáttinn, en er búin að lesa um þessa merku konu í blöðunum. Ég tek undir orð þín Stefán.  Þessi kona er aðdáunarverð og algjör hetja.

Blessuð sé minning hennar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.4.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband