Sarkozy kemur ķ veg fyrir aš Blair verši forseti ESB

Tony Blair Mikla athygli vekur aš Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hafi nś veitt frambošsvonum Tony Blair sem forseta ESB nįšarhöggiš. Ekki eru nema nokkrir mįnušir sķšan aš Blair fór til Parķsar ķ boši Sarkozy og var višstaddur fund UMP-hęgriblokkarinnar žar sem hann var kynntur sem kandidat forsetans til žess aš verša fyrsti ESB-forsetinn. Žį var Blair allt aš žvķ hylltur og fannst mörgum žaš svolķtiš sérstakt fóstbręšralag sem žeir tóku upp viš žaš tilefni.

Blair hóf afgerandi barįttu fyrir hnossinu rétt fyrir žennan fund ķ Parķs og hefur ekki fariš leynt meš įhuga sinn. Ekki kom žaš svosem aš óvörum enda hefur Blair veriš nęr ósżnilegur eftir aš hann hvarf af hinu pólitķska sviši ķ jśnķ 2007 eftir įratug ķ Downingstręti. Val į honum sem sįttasemjara kvartettsins ķ Miš-Austurlöndum markaši hann ekki sem lykilspilara į alžjóšavettvangi af žeim skala sem stjórnmįlaleištogar, og vęntanlega hann sjįlfur, ętlušu sér. Til žess var hann bęši of umdeildur og vald hans einfaldlega ekki nógu mikiš ķ slķku embętti.

Oršrómurinn um žaš aš Tony Blair myndi enda sem einskonar alžjóšaforseti Evrópusambandsins hefur stašiš eiginlega allt frį įrinu 2004, er žess sįust fyrst merki aš Blair ętlaši ekki aš leiša Verkamannaflokkinn ķ fjóršu žingkosningarnar ķ röš né hefši styrk til žess aš gera žaš. Hann var allan valdaferil sinn mikill talsmašur ESB-samstarfsins og var annt um žann vettvang, mun frekar en Gordon Brown vęntanlega, en gerši samt ekkert mikiš ķ žvķ aš setja ESB-mįl į dagskrį ķ valdatķš sinni, enn hafa Bretar jś ekki tekiš upp Evruna t.d. auk žess sem Bretar hika ķ öšrum mįlaflokkum.

Örlögin högušu žvķ einmitt svo til aš sķšasti blašamannafundur Blairs į valdaferlinum var reyndar ķ Brussel, rśmum sólarhring įšur en hann lét af leištogaembętti ķ flokknum, helgina įšur en hann sagši af sér. Mikil višbrigši voru fyrir Tony Blair aš hętta sem forsętisrįšherra og flokksleištogi, eflaust mun meiri en hann gerši sér grein fyrir. Öllum er ljóst aš svišsljós fjölmišla hefur ekki veriš mikiš į honum ķ sįttasemjarahlutverkinu. Stašan sem hann gegndi varš ekki žaš hlutverk ašalleikara į alžjóšavettvangi sem hann eflaust taldi aš fylgdi titlinum veigamikla. Fjölmišlar hafa ekki fylgt honum eftir, eins og įšur.

Auk žess var Blair of markašur sögulega af miklum hitamįlum til aš vera einhver allsherjarreddari į žessu svęši. Skarš Blairs var mjög mikiš fyrir breska fjölmišla sérstaklega, enda hafa žeir lengi hossaš honum, sérstaklega fyrir Ķraksstrķšiš og sumir allt til endalokanna meira en ašrir. Blair hefur veriš mašur svišsljóssins, tilbśinn til aš gera allt fyrir spinniš, plottiš og myndavélablossana. Athyglin hefur lķka veriš honum mikilvęg. Brown er mašur annarrar geršar, hann er mikill hugsušur en um leiš meiri pólitķkus į bakviš tjöldin.

En hann er mun litlausari sem persóna en hinn litrķki Blair sem sjarmeraši Breta fyrir įratug og var lengi vel dįlęti žeirra, stolt og yndi. Eša allt žar til aš hans glampi hvarf meš sprengjublossunum ķ Bagdad. Eflaust er žaš įstęša žess aš fręgšarsól Browns er aš hnķga til višar eftir ašeins įr į forsętisrįšherrastóli.

Ekki var óešlilegt aš Blair horfši til Brussel til aš fį plįss viš sitt hęfi. En vonin um forsetatignina sögulegu og samevrópsku viršist nś horfin veg allrar veraldar. Rétt eins og Sarkozy gerši Blair aš alvöru kandidat hefur hann gert žęr vonir aš engu nś meš žvķ aš vešja ekki į hann lengur.

mbl.is Sarkozy hęttur stušningi viš Blair ķ embętti forseta ESB
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Bumba

Hvaš helduršu aš hafi komiš uppį milli žessara leištoga Stebbi? Margir eru hissa hérna ķ Hollandi lķka yfir žessu. Kom virtist vera mörgum ķ opna skjöldu. Mašur spyr sig hreinlega hvaš hefur gerzt. Meš beztu kvešju.

Bumba, 7.5.2008 kl. 00:05

2 Smįmynd: Stefįn Frišrik Stefįnsson

Held aš Sarkozy sjįi fyrst og fremst aš Blair getur ekki nįš kjöri hvort eš er. Svo skiptir mįli aš Bretland hefur ekki veriš ķ forystu ķ mįlefnum ESB, ekki tekiš upp Evruna og fullnęgt lykilskilmįlum Evrópusamstarfsins sķšustu įrin. Auk žess gęti lķka veriš aš vinįttu žeirra hafi lokiš śt af öšru mįli. Allavega, žetta eru merkileg tķšindi.

mbk.

Stefįn Frišrik Stefįnsson, 8.5.2008 kl. 18:30

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband