Geir Haarde segir Árna Johnsen njóta trausts

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsætisráðherra, var á Rás 1 í morgun og fór þar yfir úrslitin í prófkjörum helgarinnar. Mest var þar auðvitað rætt um pólitíska endurkomu Árna Johnsen, fyrrum alþingismanns, sem aftur er á leið á þing að vori, innan við áratug eftir að hann varð að segja af sér vegna umdeilds hneykslismáls, sem leiddi til þess að hann varð að sitja í fangelsi. Sigur Árna í Suðurkjördæmi er svo sannarlega staðreynd og vekur athygli eftir allt sem á undan er gengið.

Í viðtalinu sagði Geir að Árni nyti trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru skýr skilaboð sem þarna koma fram. Ég er ekki viss um að allir sjálfstæðismenn um allt land séu sammála Geir. Þetta er mjög umdeilt og flestir þeir sem ég hef rætt við undrast þessa útkomu. Auðvitað má segja að þetta sé niðurstaða lýðræðislegs prófkjörs. Þetta er val fólksins á þessu svæði. Það er ekki flóknara en það. Ég ætla ekki að falla í þann fúla pytt að segja að fullorðið fólk sé fífl með sínu vali. Það var ákveðið að boða til prófkjörs meðal flokksmanna og þetta er mat þeirra á frambjóðendunum. Einfalt mál.

Fólk í Suðurkjördæmi verður auðvitað að eiga við sig hverja það kýs sem fulltrúa sína með fúsum og frjálsum vilja. En valið er umdeilt. Ég verð að vera ósammála formanninum í þessu máli, enda tel ég það ekki Sjálfstæðisflokknum fyrir bestu að Árni sé svo ofarlega á lista eftir allt sem gerst hefur. Oft hefur verið sagt að hinum iðrandi syndurum skuli fyrirgefa og við eigum að hafa mildilegt hjartalag til að fyrirgefa og horfa í gegnum allt sem gerst hefur. Það er gott og blessað en iðrandi syndurum er ekki hægt að fyrirgefa nema að iðrun sé til staðar. Það er erfitt annars.

Eftirmál þessa prófkjörs eru mikið í fréttum nú. Það er eðlilegt. Ég ætla að vona að þessi útkoma verði ekki það dýrkeypt fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem stofnun að hún kosti ekki flokkinn atkvæði um allt land í þingkosningunum í maí. En ég óttast það, í sannleika sagt.

mbl.is Gleymdist að telja 87 atkvæði í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Þú hittir þarna naglann á höfuðið.  Það er nákvæmlega þetta með iðrununa, eða öllu heldur skort á henni, sem veldur manni áhyggjum (og léttri ógleði).  Hvaða erindi á þessi maður á þing ?

LM, 13.11.2006 kl. 13:24

2 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 þarna er ég svo sannalega sammála þér. Ég er mjög ósátt við að Árni J sé þarna.  Veit að fólki sem var ósátt við að Árni M kæmi þarna í þetta kjördæmi og það studdi því Árna J,  EN ÆTLAR ekki að kjósa flokkinn í vor.  Þetta framboð hans á eftir að draga dilk á eftir sér og eins flakka Árna M á milli kjördæma.  Þetta er svipað og sumir ( nefni mengin nöfn ) vilja fá AKUREYRING í 1 sæti flokksins í þessu kjördæmi, tek fram að ég bý hér en  er kanski ekki alveg sammála því,  en svo kæmi Einar K eða Einar Oddur yfir ????  Það er fullt af góðu fólki í þessum kjördæmum en það treystir sér ekki í framboð því að það hefur ekki bolmagn í marga þessa peningamenn sem eru í kjöri.

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.11.2006 kl. 14:18

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir góð komment til mín.

Góðar hugleiðingar hjá þér Sigrún, gaman að lesa. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.11.2006 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband