Utankjörfundarkosning hafin í prófkjörinu

Sjálfstæðisflokkurinn Utankjörfundarkosning hefst í dag í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi. Mun ég verða í þeim verkefnum að fylgjast með utankjörfundarkosningunni ásamt fleiru. Á talningardaginn, sunnudaginn 26. nóvember, mun ég verða í Kaupangi og þar munum við telja og fara yfir öll atriði tengd þessu. Það eru spennandi tímar framundan og innan hálfs mánaðar hefur nýr leiðtogi flokksins í kjördæminu, eftirmaður Halldórs Blöndals, verið kjörinn.

Mér finnst kosningabaráttan vegna þessa prófkjörs fara vel af stað. Fjórir frambjóðendur hafa nú opnað kosningaskrifstofu hér á Akureyri. Virðist mér því vera mjög vel tekið. Með þessu er brotið blað í prófkjörssögunni hérna hjá okkur en kosningaskrifstofur af þessu tagi er nýtt fyrirbæri á þessum slóðum. Við Akureyringar fögnum því vel að fólk fókuseri sig á okkar málefni og málefnaáherslur. Því er aðeins fagnað og það vel á þessum slóðum. En það líður að lokum baráttunnar og kjördagur er í sjónmáli.

Það hafa verið sviptingar í prófkjörum víða að undanförnu og fróðlegt að sjá hvernig þetta verður hjá okkur undir lok mánaðarins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband