Enn er smá kampavín eftir í glösum Baugsmanna

Svei mér þá ef maður komst ekki í gamla góða útrásarfílinginn við að lesa fréttina um nýju verslunarmiðstöð Baugsmanna í London sem opnar á meðan allt er að fara á versta veg hér heima á Íslandi. Verst að staðreyndin er sú að útrásin hefur ekki falið neitt annað í sér en skipbrot íslensku þjóðarinnar. Þeir sem eru hér núna og upplifa hópuppsagnir og hnignun efnahagslífsins hugsa ekki sérstaklega hlýlega til hinnar margfrægu útrásar þó sumir víkinganna séu enn á fullu í sínum verkefnum fjarri Íslandsströndum.

mbl.is Fagna nýrri verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski að þeir séu að skála fyrir þeim sem þeir tóku allt af á Íslandi

Guðrún (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Heidi Strand

Það er enginn leið að hætta. Þetta minnir mig frekar á fíkn.

Og hér er komið Krepputorg með stórsata leikfangabúð í heiminum!

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Þetta eru snillingar! Vonandi hefur kampavínið staðið í þeim !

Guðrún Una Jónsdóttir, 31.10.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þvíð miður er um að kenna botnlausu fyrirhyggjuleysi þeirra sem setja áttu samfélagi okkar umgjörð og sérstaklega þeirra sem beittu offorsi og hræðslubulli til að hindra að ESB aðild og evra væri tekin á dagskrá. Ljóst er t.d. allt heila IMF-dæmið er bara til að reyna koma krónunni á flot aftur - og það væri ekki mál ef hér væri engin króna þó ekki væri annað en það.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband