Valtýr víkur sæti - deilt um vanhæfi og tengsl

Valtýr Sigurðsson hefur tekið rétta ákvörðun með því að víkja úr rannsóknarferlinu á bankahruninu. Hinsvegar finnst mér eðlilegt að hann viðurkenni tengslin við son sinn, sem er forstjóri þess fyrirtækis sem er einn af aðaleigendum einkarekna Kaupþings. Þjóðin gat ekki sætt sig við að maður með svo mikil fjölskyldutengsl gæti stjórnað einhverri hlið rannsóknar á bankahruninu. Mun betra er að viðurkenna að ættartengslin rýra traust þjóðarinnar heldur en fara í einhvern feluleik með það.

Þjóðin hefur fengið nóg af hálfkveðnum vísum og tali um fjölskyldutengsl þeirra sem eiga að koma að rannsókninni, hvort sem er á frumstigi hennar eður ei. Allt verður að fara upp á borðið og þeir sem stýra málum verða að vera hreinir í málinu og hafnir yfir allan vafa um vanhæfi við rannsóknina. Eina vitið er að leita til erlendra óháðra aðila til að stýra rannsókninni.

Í svo fámennu landi verður erfitt að kafa djúpt og án þess að kjaftasögur um vanhæfi svífi yfir vötnum. Þetta verður að vera leiðangur sem treyst verður fyllilega.

mbl.is Valtýr rannsakar ekki starfsemi bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta styrkir þá skoðun mína að bara við kortlagninguna hafi þeir báðir, Valtýr og Bogi séð hve umfang málsins er í raun og veru stórt og flókið. Það mun líða langur tími þar til öll kurl eru komin til grafar í þessari flækju. Ennfremur tel ég að þeir hafi báðir í fljótu bragði séð að margt gæti leitt til þvílíkra sakamála, að það þyrfti trúlega að byggja eina álmu við Litla Hraun. Það geta ekki allir hvítflibbaglæpamenn farið á Kvíabryggju.

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er hafinn yfir allan vafa um vanhæfi, er ekki á neinn hátt tengdur hvorki bönkum né pólitíkusum. Er meira að segja atvinnulaus núna, þannig að ég gef kost á mér til að leiða þessa vinnu. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband