RÚV tæknilega gjaldþrota - flókin Pálssaga

Ég skil vel gremju starfsmanna í Ríkisútvarpinu. Auðvitað hefði Páll Magnússon átt að afsala sér jeppanum og lækka laun mun meira en gert var á föstudag til þess að ganga í takt með sínu fólki. Þetta voru gríðarleg mistök hjá honum og hafa gert vonda stöðu enn verri fyrir Ríkisútvarpið í heild sinni. Enda sýnist mér hann vera rúinn trausti innanhúss og standa mjög illa.

Þessi flókna Pálssaga er fjarri því búin, enda erfitt að sjá hvernig hann geti verið trúverðugur forystumaður innan húss eftir að fréttamenn hafa afþakkað fréttalestur hans á kjörtíma í sjónvarpi. Hann hefði ekki getað fengið meiri skell en það kjaftshögg að starfsmenn fréttastofunnar vilji ekki sjá hann sem andlit fréttastofunnar. Hann verður varla trúverðugur í því hlutverki lengur.

En hver er staða Ríkisútvarpsins. Er það ekki tæknilega gjaldþrota? Hvað er til ráða. Hvernig á að bregðast við. Er réttasta lausnin á þeim vanda að ganga frá svæðisútvörpunum víða um land og því mikilvæga starfi sem þar er unnið. Þarf ekki að taka til á kontórnum í Efstaleitinu áður en kemur að þeim verknaði?

mbl.is Óréttlætanleg ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband