Íslenska ríkið vaknar af löngum Baugsblundi

Loksins berast fréttir af því að íslensk stjórnvöld hafi í hyggju að leita sér ráðlegginga varðandi umsvif Baugs í Bretlandi. Hvers vegna eru stjórnvöld hér fyrst nú að vakna af Baugsblundinum? Þetta hefði átt að gerast fyrir þónokkuð löngu síðan. Enda er ekki óvarlegt að ætla að sá sem eigi skuldir þessa verslunarrisa eigi fyrirtækið. Varla þarf bráðgáfað fólk í bissnesskreðsum til að átta sig á því.

En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? Af hverju var ekki búið að taka þessa vinnu fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru jú eigur þjóðarinnar sem um er spilað. Vonandi er komið að sannleiksleik varðandi Baug. Hvers vegna gat það gerst að Baugur fékk þessa peningadóbíu lánaða frá Landsbankanum. Hver var ástæðan. Hverjir bera ábyrgð á þeim gjörningi. Allt á borðið takk. Hætta þessum feluleik!


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

betri spurning er afhverju fékk baugur meira lánað eftir að bankarnir urðu ríkisbankar þrátt fyrir himinháar skuldir?

Fannar frá Rifi, 27.12.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband