Niðurskurður hjá fjölmiðlum - breyttar forsendur

Varla teljast það stórtíðindi eins og komið er málum á fjölmiðlamarkaði að dagblöðin fækki útgáfudögum sínum. Í þessu árferði eiga fríblöð sérstaklega undir högg að sækja og varla raunhæf undirstaða til staðar fyrir sjö daga útgáfu, eins og var þegar allt lék í lyndi. Allar rekstrarforsendur hafa breyst núna og í raun má segja að það sé mikill munaður að til séu ókeypis fjölmiðlar ennþá eins og staðan er orðin í efnahagsmálunum.

Eflaust voru það sæludagar þegar til voru tvö fríblöð og hægt að fá dagblöð alla daga ársins. Ekki eru mörg ár síðan aðeins Morgunblaðið kom út á sunnudegi, þó borið út síðdegis á laugardegi, og ekkert blað formlega gefið út á sunnudegi. Held að sunnudagsútgáfa Fréttablaðsins sé innan við fimm ára gömul. Þetta var mikill munaður að fá að lesa blöð alla daga vikunnar en forsendur fyrir því eru klárlega brostnar.

Þetta ár verður erfitt fyrir fjölmiðla. Við eigum örugglega enn eftir að sjá mikla niðursveiflu og niðurskurð á öllum sviðum.

mbl.is Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband