Æpandi þögn eftir yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar

ISG
Æpandi er þögn, og ekki síður pínlega vandræðaleg, þeirra sem réðust að Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna ummæla Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur á borgarafundinum. Þegar í ljós kom að Ingibjörg Sólrún átti í hlut heyrðist ekki meira og ásakanirnar gufuðu upp. Þetta er dæmigert fyrir Samfylkingarmennina og aðra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem ætluðu að ná höggi á Guðlaug Þór vegna meints yfirgangs hans. Þarna átti virkilega að reyna að sparka duglega í hann.

Þegar ljóst er að hótunin kom frá formanni Samfylkingarinnar þorir enginn að standa við hin stóru orð. Ekki er sama hver á í hlut. Þetta er auðvitað hálfgerður aumingjaskapur og svolítið fyndið að sjá þá sem voru með stór orð þagna gjörsamlega og ekki einu sinni hafa manndóm í sér að biðja Guðlaug Þór afsökunar.

Ekki er sama hver í hlut á. Þessi afskipti Ingibjargar Sólrúnar virðast ekki eins alvarleg og hefði Guðlaugur Þór átt í hlut. Ekki hægt annað en hlæja að þeim sem þora ekki að taka umræðuna fyrst hótunin kom úr Samfylkingunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér ljúft & skylt að vera þér sammála þarna, Stebbi.  Margir bráðir 'vinzdrari' bloggpennar beita sjálfa sig 'þöggun' núna, sem að auðvitað hefur í sjálfu sér alltaf ákveðið skemmtanagildi.

Steingrímur Helgason, 15.1.2009 kl. 00:58

2 identicon

sammála Stefán!

sandkassi (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 01:40

3 identicon

Það er alveg furðulegt með samfylkingarfólk að þeir láta flestir eins og sjálfstæðisflokkurinn sé einn í stjórn. Auðvitað eiga þeir að byðja Guðlaug afsökunar. Las á einni bloggsíðu Geir þegir enn en gerir Ingibjörg Sólrún það ekki líka. Tek fram ég kýs ekki X-D það kemur alltaf ef maður hallmælir Ingibjörgu að þar séu sjálfstæðismenn á sem skrifi

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 08:40

4 identicon

Ég er alls ekki sammála. Mér hefur einmitt fundist vera æpandi þögn eftir að í ljós kom að Sigurbjörgu  hafði ekki verið hótað heldur hafi verið um vinarráð að ræða frá Ingibjörgu Sólrúnu til Sigurbjargar.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:49

5 identicon

Algerlega sammála þér Stefán. Allt í einu snarþögnuðu þeir allir sem voru að fara af hjörunum yfir þessari þöggun, enda slógu þeir því föstu að hér væri átt við Guðlaug Þór.

Þegar svo í ljós kemur að hótanirnar komu frá sjálfri prímadonnunni Ingibjörgu Sólrúnu, þá var eins og rennt fyrir kjaftinn á þessum sömu !

Ef menn ætla að taka sig alvarlega í siðbótinni þá verðum við að láta jafnt yfir alla okkar æðstu stjórnmálamenn gilda hvar annars í flokki þeir standa.

Hér var ekki um neitt persónulegt vinkonusímtal að ræða, hér var valdboðinu um að hún "talaði varlega og gætti að stöðu sinni og starfsframa" komið áleiðis í gegnum 3ja aðila, væntanlega einhvern af opinberum töskuberum og aðstoðar mönnum ráðherrans SJÁLFS.

Þetta gerir málið enn alvarlegra. Þessi var háttur gerræðis einræðis herra fortíðarinnar að koma valdboðum sínum svona áfram þannig að fólki skyldist hver væri þeirra eini hreini vilji og svona látið vita af því að fylgst væri með þeim og hvað þeir segðu og síðan var gjarnan minnst á heiður þeirra og stjórnframa innan RÍKISINS. Því Ríkið það er ég !

Þetta er þvílíkur skandall Stefán og ég fullyrði að í öllum nágranna ríkjum okkar væri almenn fordæming í gangi vegna svona framgöngu ráðherrra og það myndi jafnframt leiða til afsagnar viðkomandi ráðherra.

Ef við ætlum einhverju að breyta hér hjá okkur þá verðum við að taka á svona grófrum tilburðum valdsmannana til "ÞÖGGUNAR" í okkar samfélagi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:53

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Menn hefðu svo sem alveg mátt ausa úr skálum reiði sinnar vegna "hótana" utanríkisráðherra. Flestir vænti ég þó að sýni henni meiri tillitssemi en Sigurbjörg, og sjái hvernig henni reiðir af í krítískri læknisaðgerð í útlöndum, áður en hún fær fulla breiðsíðu.

Án þess ég viti með vissu hvað ráðherrann hafði í huga er hún setti sig í samband við stjórnsýsluráðgjafann, þá mætti segja með smá stílbrögðum og ýkjum að hún hafi varað við því að "Sigurbjörg kæmi fram á fundinum sem æpandi róttæklingur". Það gæti skaðað tiltrú "kerfisins" á henni meira en þau sjónarmið og/eða gagnrýni á störf núverandi stjórnvalda sem koma kynnu fram í máli hennar.

Velgengni opinberra starfsmanna, frá deildarstjórum og upp í forstöðumenn stofnana og ráðuneytisstjóra, sem er að mínu mati "kreðs" Sigurbjargar, ræðst til lengri tíma af því að þeir séu samviskusamir og trúir sínu hlutverki.  Þetta mun vísast ekki breytast og gildir einu hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Það er ekki og hefur ekki verið í verkahring þessa fólks að rugga bátnum.

Flosi Kristjánsson, 15.1.2009 kl. 10:31

7 identicon

Get tekið undir þetta Stebbi, en .... "bloggið er ekki þjóðin"

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:43

8 Smámynd: Zdýna

Ég er alls ekki sammála því að Samfylkingarfólk sé eitthvað vandræðalegt eftir að sannleikurinn kom í ljós. Mér hefur einmitt fundist vera æpandi þögn eftir að í ljós kom að Sigurbjörgu  hafði ekki verið hótað heldur hafi verið um vinarráð að ræða frá Ingibjörgu Sólrúnu til Sigurbjargar.

Zdýna, 15.1.2009 kl. 10:49

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þó að ég hafi ekki skrifað um mögulega aðkomu Guðlaugs Þórs að málinu þá finnst mér merkilegt að þér leiðist svona að málið sé ekki "current" lengur??

Ég sá fjölmarga pistla um aðkomu Ingibjargar og að svona á maður ekki að gera. Hvað á meira að gera í málinu? Virðist einnig ljóst af viðbrögðum Sigurbjargar að hún vill sem minnst úr þessum ummælum gera og greinilega bara reyna að gleyma málinu. Hún hefði þó reyndar kannski átt að hafa það í huga fyrir framsöguna.

Baldvin Jónsson, 15.1.2009 kl. 12:16

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Væri nú ekki ráð að taka út allar þessar færslur ykkar sjálfstæðisflokksmanna- skýringin er augljós, konan er veik í Svíþjóð.

María Kristjánsdóttir, 15.1.2009 kl. 13:09

11 identicon

Ef þetta hefði verið Guðlaugur hefði allt orðið vitlaust, pottþétt. Það róaðist einhvernvegin allt eftir að upp komst að þetta hafi verið ISG. Ég setti smá pælingu á bloggið mitt í morgun. endilega kíkið á það. http://thomol.blog.is/blog/thomol/entry/771646/#comments

Þórður Möller (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband