Ósmekkleg ummæli Harðar Torfasonar um Geir

Hörður Torfason á að vit á því að skammast sín vegna ósmekklegra ummæla sinna um Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og veikindi hans. Mér finnst það hrein lágkúra að talað sé um alvarleg veikindi hans, illkynja mein í vélinda, sem eitthvað trix eða fjölmiðlaútspil. Hann á að hafa vit á því að biðja Geir afsökunar.


mbl.is Hænuskref í rétta átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna fór hann alveg með sig/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.1.2009 kl. 15:20

2 identicon

Vissulega eru þetta ósmekkleg ummæli en m.v. hvernig fréttin er sett fram gætu þau hafa verið tekin úr samhengi. Það er eins og aðalatriði fréttarinnar sé að vekja athygli á þessu, gera lítið úr HT og draga úr málstað Radda fólksins.

RÚV er eini fréttamiðill sem ég tek bókstaflega þessa dagana. Hinir miðlarnir hafa allt of oft verið staðnir að því að "búa til" og ýkja fréttaflutning.

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Stokkarinn

Afhverju er ósmekklegt við það að benda á að veikindi einstaklinga séu ekki pólitík?

Stokkarinn, 23.1.2009 kl. 15:33

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hörður fór yfir strikið. Forsætisráðherra þjóðarinnar er að tilkynna brotthvarf sitt úr forystupólitík vegna alvarlegra veikinda og lætur af formennsku í stærsta flokki landsins. Þetta eru stórtíðindi, mjög dapurleg enda eru veikindi fólks aldrei gamanmál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, samhengi hlutanna og tímasetningar eru til þess fallnar að varpa grunsemdum á Geir um að hann sé að reyna að kaupa gott veður í 100 daga til viðbótar. Forsætisráðherra tilkynnti ekki að hann væri að stíga til hliðar heldur að hann ætli að skreppa í krabbameinsmeðferð og koma svo aftur sem forsætisráðherra þegar Þorgerður Katrín verður búin að bera þann titil um stund. Þetta hlýtur að vera valdafíkn á lokastigi.

Forsætisráðherra hefur ekkert bitastætt lagt fram eftir þá 100 daga sem liðnir eru frá falli. Einstaklingum í málaferlum við bankanna gengur betur en Fjármálaeftirlitinu hefur gengið hingað til.

Þorgerður Katrín sem forsætisráðherra í forföllum er langt frá því að vekja traust til þessarar blessuðu ríkisstjórnar.

Formenn stjórnarflokkanna þurfa að skilja að þetta mál snýst ekkert um þau. Þetta snýst um þjóðina og þjóðin á kröfu til þess að fullfrískir einstaklingar með ábyrgðartilfinningu og siðferðisþrek komi að stjórn hennar.

Það er því hárrétt sem Hörður Torfason segir. Það að boðað sé til kosninga 9. maí er eingöngu hænuskref í rétta átt. Þangað til eru röskir 100 dagar. Þjóðin vill að þeir verði nýttir til hins ýtrasta til að bjarga þjóðinni ekki til að bjarga völdum einhverra ráðherra.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.1.2009 kl. 15:56

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hænuskref? Hvaða þvæla. Það er búið að setja dag á kosningar í vor og búið að verða við kröfum um uppstokkun sem fólkið sjálft ákveður. Dagurinn er kominn á hreint. Fólkið í landinu tekur af skarið sjálft á góðum tímapunkti.

Geir er veikur og metur stöðuna þannig að hann geti ekki haldið áfram. Hann er bugaður og þreyttur og þarf að ná áttum, hefur afsalað sér formennskunni við þær aðstæður. Það eru stórtíðindi.

Í yfirlýsingu hans felst að hann verður ekki leiðtogaefni í þessum kosningum og lætur sviðið eftir öðrum í flokknum. Það er ekkert hænuskref. Hann er að draga sig í hlé.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 16:06

7 identicon

Hér fara skoðanir okkar (sem oft áður) saman, Stebbi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:08

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Til viðbótar; ég skil það sem svo að Geir vilji ræða við Ingibjörgu um næstu skref og þau ákveða formlega kosningar og það sem tekur við. Það er eftir. ISG er ekki enn komin heim.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 16:11

9 identicon

sæll Stefán....

Nú er orðið ljóst að það verður kosið í vor.... mótmælendur búnir að fá það í gegn....engin ástæða til að níðast á Geir meir......heldur beina mótmælum á að fá breytingar í seðlabankanum.... fjármálaeftirlitinu....ofl...

Jónas Viðar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:30

10 identicon

Ég finn til með Geir og hans fjölskyldu. Hann er mikið ljúfmenni og ég vona að hann nái sér fljótt.

En bíddu við, talaði einmitt Geir ekki sjálfur um að það mætti alls ekki "persónugera" vandann?

Hörður Torfa kýs að persónugera ekki vanda ríkisstjórnarinnar í Geir H. Haarde og heldur áfram hörðum mótmælum gegn henni. Þetta virðist líka illa/vísvitandi klippt til hjá mbl.is því í öðrum fréttum sýnir Hörður Geir mun meiri samúð. 

Geir er á leið í erfiða og þrúgandi aðgerð en segist samt halda fullri starfsorku og ætlar að taka við aftur nýkominn úr aðgerð. Hvernig má það vera? Treystir hann engum lengur innan Sjálfstæðisflokks til að stýra flokknum okkar eða þjóðinni? Er veikur maður sá heppilegasti til að stjórna gríðarerfiðri endurreisn?Sérstaklega þegar samstarfsflokkurinn er nánast óstjórntækur vegna mikils sundurlyndis og ósamvinnuhæfur.

Það er ótal spurningum ósvarað í þessu máli. Kosningar 9.maí eru ekki ásættanleg niðurstaða. Fólk þarf svör strax um framtíð þjóðarinnar. Geir getur ekki bannað persónugeringu fjármálahrunsins og persónugert svo ríkisstjórnina í sjálfum sér.

Magnús Ólafsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:53

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Geir hefur gefið út sína yfirlýsingu. Hún er afdráttarlaus um að fara ekki í endurkjör.

Eru kosningar eftir 100 daga ekki ásættanlegar? Því ekki?

Á ekki að gefa kjósendum og flokkunum tækifæri til að velja lista sína á heiðarlegan hátt? Á virkilega að bjóða fram sömu listana með öllu sama fólkinu. Það hugnast mér ekki. Það hefur verið orðið við kröfum um kosningar og við eigum öll að fagna því og taka höndum saman um að vinna að kosningabaráttunni og alvöru uppstokkun á listum í aðdraganda þeirra. 100 dagar er engin ofrausn við það verk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2009 kl. 17:02

12 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, það er ekki ásættanlegt að forsætisráðherra í forföllum Geirs sé maki manns úr forystusveit bankanna, einn úr genginu sem setti þjóðina á hausinn. Það hlýtur hver maður að sjá hversu ótrúlega skyni skroppið það er.

Sigurður Ingi Jónsson, 23.1.2009 kl. 17:09

13 Smámynd: Stefán Þór Helgason

Sammála frændi. Hörður á að skammast sín!

Bestu kveðjur,

Stefán Þór Helgason, 23.1.2009 kl. 18:23

14 identicon

Stebbi við erum mjög sjaldan sammála, en Hörður Torfa hefur sýnt fram á hann er mjög lítill maður. Og ætti að segja sig frá þessu mótmælum núna. Það eru mörg ár síðan ég hef verið jafn hneykslaður. Tek það fram að ég er andstæðingur þessarar ríkisstjórnar og er fylgjandi hóflegum mótmælum.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 19:42

15 identicon

Ég hef samúð með Geir. En ég vil að hann segi af sér.

Hörður Már: Mörg ár síðan þú hefur verið svona hneykslaður? Hefurðu eitthvað verið að fylgjast með ? :)

P.S. Ég tók eftir því að commentið mitt í "Friðsöm mótmæli - Lærdómur skemmdarverkanna" birtist ekki. Var það ekki að gera sig?

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:31

16 Smámynd: Kristján Logason

----
Wrong answer 101


Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.

Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.

Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.

Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.

Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.

------------


Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.

Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað

Þetta þarf að stöðva



Við erum þjóðin

Landið er okkar

Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband