Erfið fæðing hjá nýrri ríkisstjórn

Upphafið á samstarfi vinstriflokkanna við Framsóknarflokkinn gefur ekki til kynna að mikil heilindi eða góður samstarfshugur sé á milli aðila. Fæðing stjórnarinnar hefur verið vandræðaleg og augljóst að vinstriflokkarnir töldu fyrirfram að Framsókn yrði auðveld og myndi ekki koma með nein skilyrði að borðinu. Forsætisráðherraefnið og fjármálaráðherraefnið virðast ekki hafa komið nægilega til móts við kröfur Framsóknar og flýtt sér of mikið til að geta örugglega komist að styttu Jóns Sigurðssonar svo hægt væri að eiga stund með fjölmiðlunum.

Eftir heitstrengingar um að stjórnarmyndun ætti ekki að taka langan tíma hefur Samfylkingin boðið þjóðinni upp á heila viku af stjórnleysi í landinu. Þeirra er ábyrgðin á því að heil vika hefur glatast í skynsamlegum aðgerðum á örlagatímum. Sé það rétt að málefnasamningurinn hafi verið almennt orðaður og ekki með neinum marktækum lausnum hlýtur það að vekja spurningar um að þar hafi aðeins verið hugað að fljótvirkum lausnum en ekki raunhæfum. Framsókn hefur því skotið tillögurnar niður.

Mér finnst samt Framsókn gera þetta vel og fagmannlega. Þeir hafa á fundum sínum sérfræðinga sem hafa greinilega hafnað plagginu sem sýndarmennsku og pólitískum sjónhverfingum að hætti vinstrimanna. Enginn getur dregið í efa heilindi Jóns Daníelssonar og Ragnars Árnasonar, síst af öllu vinstriflokkarnir, svo vel sé. Þetta þrátefli er því pínlegt fyrir vinstriflokkana að öllu leyti.

En mikilvægt er að lausn komi svo stjórnleysið í boði vinstriaflanna standi í sem stystan tíma. Þetta er varla boðlegt.

mbl.is Stjórnin mynduð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er svolítið fyndið og á sama tíma sorglegt hvað þau eru að eyða miklum tíma því þetta er jú bara bráðabirgðastjórn sem mun víkja fyrir nýrri stjórn eftir 70-90 daga.

Hjalti Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:10

2 identicon

Mín skoðun er sú að "stjórnleysi" hefur verið hér í mörg ár, þrátt fyrir að "ríkisstjórn" hafi setið.  Staða þjóðfélagsins segir allt sem segja þarf um það.  Sumir kenna "alfarið" heimskreppu um ástandið, en staðreyndin er sú að vegna "ævintýramennsku", þar sem "græðgi heltók" bankastjóra, forstjóra og aðra "hátt setta", auk þess sem "almenningur" lét blekkjast og ekki síst ríkisstjórn, hafa málin þróast í þá átt að skapa þann "raunveruleika" sem við upplifum í dag.  Ég undanskil ekki nokkurn "pólitíkus" sem studdi ríkisstjórnir síðustu ára, þeir eru allir jafn ábyrgir fyrir ástandinu.  Þjóðfélagið stóð á algjörum brauðfótum áður en "heimskreppan fór að hafa áhrif" og því útilokað að nokkur gæti ráðið við ástandið.  Því miður hef ég þá "tilfinningu", þrátt fyrir "aðstoð góðra manna" að þeir alþingismenn, embættismenn, bankamenn og aðrir sem að málinu muni koma, geti ekki ráðið við "stöðu mála í dag" og því síður byggt upp úr "rústum landsins" heilbrigt þjóðfélag, ástæða þess er sú að ég óttast mest að "Flokkurinn" verði tekin fram yfir "þjóðfélagið", eins og verið hefur í íslenskri pólitík í áratugi.  Eins og komið er í dag, verður að koma á "ríkisstjórn" þó svo hún geri lítið annað en að "krafsa í bakkann" næstu mánuði.  Kjósa verður í vor og þá vil ég trúa því að "almenningur" taki af skarið og kjósi ekki yfir sig "neinn úr þessu liði" sem situr á alþingi í dag.  Á Íslandi eigum við nægilega mikið af vel hæfu fólki, en númer eitt "ósiðspilltu fólki" sem getur tekið við og endurreist þjóðfélagið frá grunni.  Í dag er ástandið "ennþá svartara" en menn grunar, að mínu áliti. ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband