Skelfilega léleg auglýsing hjá Símanum

Ný auglýsing Símans hefur vakið mikla athygli, fyrst og fremst fyrir það hvað hún er léleg. Fyrirtækið hefur þó grætt mikið umtal á því, eins og öðrum auglýsingum, en nær samhljóma álit flestra sem ég hef talað við er að hún fari meira í pirrurnar á þeim en Jesú-auglýsingarnar margfrægu með Jóni Gnarr. Fjöldi fólks hefur skráð sig í facebook-hóp gegn auglýsingunni, enda sé hún algjört bruðl og ekki í takt við stöðuna.

Nú bætist við að Neytendastofa vill stöðva birtingu auglýsingarinnar, enda sé hún á gráu svæði. Blasir reyndar við, enda dansað vægast sagt á línunni.

mbl.is Vilja stöðva auglýsingar Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalegt alveg þessi auglýsing er það ekki? Hún er svo léleg að Pétur með stóru símana hjá Vodafone bliknar alveg í samanburði. Eða maðurinn með kúnna á röltinu um Reykjavík. Það kemur auðvitað allt í fréttum þegar stóri vondi gerir eitthvað "stórt og vont" en þegar hinir "góðu gæjarnir" gera eitthvað sem ekki má þá kemur það venjulegast hvergi fram.

Síminn, Vodafone, Tal og Nova. Þetta eru fyrirtæki. Og sama hvað þið haldið þá virka fyrirtæki bara ef þau fá inn peninga. Sjálfum finnst mér þetta með betri auglýsingum frá íslensku fjarskiptafyrirtæki - hún endurspeglar kannski mest allt fjölmiðlafárið sem fer um allt og ekkert. Netvara-auglýsingin var mjög góð þó - held að fáir sem get neitað því. Góðar íslenskar auglýsingar eru orðnar fáar og langt á milli.

Spekingur (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband