Leikari á krossgötum

Samúð allra kvikmyndaáhugamanna er með leikaranum Liam Neeson. Ég ætla að vona að hann muni snúa aftur á hvíta tjaldið þegar hann hefur náð sér eftir sinn mikla missi. Augljóst er að Neeson er á miklum krossgötum í einkalífi og störfum sínum nú. Hann mun taka sér þann tíma sem hann þarf til að ná áttum.



Hann er einn besti leikari sinnar kynslóðar og hefur átt margar ógleymanlegar leikframmistöður í gegnum árin en samt aldrei unnið óskarsverðlaun. Mér fannst það algjör skandall að hann skyldi ekki hljóta óskarinn forðum daga fyrir stórleik sinn í Schindler´s List. Þvílík frammistaða, ein af þeim bestu.



Held líka að frammistaða Neesons í Love Actually, þar sem hann túlkaði syrgjandi eiginmann, sem þarf að halda áfram lífsströgglinu ásamt stjúpsyni sínum, öðlist nýja merkingu núna. Sérstaklega þetta frábæra atriði úr myndinni.

mbl.is Liam Neeson gerir hlé á leikferlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband