Hlutlausi Baldur fer í þingframboð

Mér finnst mjög skondið að fréttaskýrandinn hlutlausi Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor, sé kominn úr felum og í varaþingmannsframboð fyrir Samfylkinguna. Kannski fyrirsjáanlegt eftir fréttaskýringar hans hvaða skoðanir hann hafði og betra að segja þær hreint út en undir grímu hræsninnar og felulitanna.

Í og með er þetta samt svolítið tragískt. Árum saman hefur þessi maður verið kallaður í fréttatíma sem hlutlaus álitsgjafi og undir fræðimannsheiti til að rýna í spilin. Hvernig er hægt að varpa þeirri ímynd af sér og fara að selja eitt stykki stjórnmálaflokk. Svolítið fyndið samt.

Samfylkingin hættir aldrei að koma manni á óvart með hræsni sinni.

mbl.is Listar samþykktir í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fagna því að Baldur Þórhallsson sé okkar liðsmaður.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.4.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Heidi Strand

Hann hefur góðar forsendur til að velja sér flokk.

Heidi Strand, 1.4.2009 kl. 08:18

3 identicon

Ætli það sé tilviljun að fjölmiðlar hafa leitað meira í Baldur eftir áliti heldur en til annarra stjórnmálafræðinga. Það er hreinlega með ólíkindum hvað sjónarmið samfylkingarinnar eiga greiðan aðgang að fjölmiðlum. Baldur er kallaður fram sem fræðimaður í allskyns viðtöl og greiningar en talar eins og þingmaður samfylkingarinnar.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:16

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess má geta að Baldur var einnig einn af þeim sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist í dagblöðunum sl. laugardag þar sem lýst var yfir stuðningi við að Ísland gengi í Evrópusambandið. Þar var reyndar líka fjöldi annarra einstaklinga sem hafa viljað skáka í því skjóli að vera hlutlausir álitsgjafar þegar Evrópumál hafa verið til umræðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.4.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Stefán ertu ekki að reiða nokkuð hátt til höggs?

Baldur Þórhallsson - og allir aðrir háskólakennarar og fræðimenn eiga rétt til stjórnmálaþátttöku - án þess að að þeim séu gerð hróp með dónaskap.

Það kann hins vegar að vera til réttmæt gagnrýni á Baldur - þar sem hann hefur skort á "hlutlægni" - en hann hefur enga skyldu til að vera "hlutlaus" - og þá í merkingunnni "án afstöðu" eða mats á málefnum og atburðum.   Þá ættir þú að tilgreina efnisleg og rökstudd dæmi.

Bara svona; - tími hótana og þöggunar - ætti að vera liðinn Stefán, bæði fyrir Sunnan og Norðan.

Kveðja

bensi

Benedikt Sigurðarson, 1.4.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Lýður Pálsson

Framboð Baldurs kemur á óvart því ég man ekki betur en að Baldur hafi verið félagi í Sjálfstæðisflokknum. Hann var m.a. á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurlandskjördæmi árið 1987 eða 1991. Gremja sjálfstæðismanna því skiljanleg. Ég hef alla tíð fundist stjórnmálaskýringar hans litaðar af "bláum" viðhorfum þannig að viðsnúningur hans virðist hafa átt sér stað nýlega.

Lýður Pálsson, 1.4.2009 kl. 16:37

7 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Þú ert svo glaður með þína sjálfstæðismenn. Enn finst þér í lagi orð Davíðs Oddsonar um marga menn  sem hann hafði orð yfir? Og að líkja , eða að hreinlega telja Jóhönnu Sigurðardóttir einhvern álf ???????

Ég tel að þetta sé ekki í lagi enda margir mjög óánægðir með þessa ræðu hans , vegna biturleika hans osfrv, meira að segja sjálstmenn sem að ætla ekki að láta bendla sig við flokkinn eftir ummæli Davíðs

Erna Friðriksdóttir, 1.4.2009 kl. 16:57

8 Smámynd: Bumba

Stefán min er þetta er bara ekki aprílgabb? Hehehehe. Með beztu kveðju.

Bumba, 2.4.2009 kl. 16:19

9 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Ábendingar þínar, Stefán, eru fyllilega orð í tíma töluð. Mér eins og mörgum öðrum hefurfyrir löngu verið ljóst að nefndur Baldur hefur falið sig undir skikkju fræðimennsku en í reynd verið ómálefnalegur áróðursmaður fyrir inngöngu Íslands í ESB. Í framboði fyrir Samfylkinguna er hann kominn á rétta hillu.

Hjörleifur Guttormsson, 3.4.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband