Ómerkileg framkoma

Framkoman við Sigrúnu Björk Ólafsdóttur er mjög lágkúruleg, enda henni sagt upp störfum aðeins vegna þess að hún var Íslendingur í Bretlandi þegar það var ekki vinsælt að vera það. Ég hef reyndar heyrt ansi margar sögur í þessa átt, að íslensku fólki hafi verið sýnd hrein lítilsvirðing þegar í ljós hafi komið hvaðan það kom, sérstaklega fyrst eftir hrunið. Þetta er mikið þjóðaráfall vissulega, enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi og haft mikil tækifæri. Í einu vetfangi virðist það hafa breyst.

Þeir sem ég hef talað við og eru erlendis, einkum í Bretlandi, sögðust í haust í raun hafa misst sjálfsvirðinguna yfir að vera Íslendingar, sérstaklega fyrst eftir bankahrunið. Ég skil það mjög vel ef þetta er framkoman sem landar okkar verða fyrir á erlendri grundu.


mbl.is Var rekin vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Arnar Arnórsson

Bresku nýlenduherrarnnir hafa nú verið þekktir fyrir það að traðka á og kúa aðrar þjóðir í gegnum aldirnar, þeir ættu nú bara að skammast sín, þeir hefðu getað farið aðrar leiðir en að setja á okkur hryðjuverkalög. 

Sölvi Arnar Arnórsson, 7.4.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband