Göngum hreint til verks!

Ég bíð enn eftir því að forysta Sjálfstæðisflokksins gangi hreint til verks og klári styrkjamálið með sóma, fyrir flokksmenn um allt land og þá sem hafa stutt þennan flokk í góðri trú á hugsjónir og stefnumál hans í gegnum árin. Engin ró mun skapast um þetta mál á meðal almennra flokksmanna fyrr en upplýst hefur verið hvernig staðið var að málum, hverjir sóttu þessa styrki til fyrirtækjanna og höfðu milligöngu um það.

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná að fóta sig sem trúverðugt afl fyrr en það er að baki og ljóst hvernig þetta var gert. Eðlilegast væri að þeir sem höfðu beina milligöngu í þessum efnum stígi fram og taki ábyrgð. Annars mun tortryggnin og efinn skaða meira en orðið er. Almennileg vorhreingerning er það sem skiptir meginmáli nú.

Ég tel mikilvægast að allir sem bera ábyrgð axli hana, flokksins vegna. Allar hundakúnstir bakvið tjöldin til að forðast það uppgjör er dæmd til að mistakast hrapallega.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán,mikið er ég sammála þér núna,sennilega í fyrsta skipti.Ég hef áður bloggað í athugsemd hjá þér,en þú hefur hent því út,sennilega vegna þess að ég var ekki sammála þér(hver veit)Að Geir H skildi taka á sig skellinn er kanski skiljanlegt þar að hann var kvort að er að hætta,en það sjá flestir í gegn um þá yfirlýsingu það var verið að reyna bjarga því sem hægt var að bjarga.Þú átt punkt fyrir að hafa þó manndóm til að mótmæla þessum gjörningi.

Lifðu heill Kveðja Siggi 

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Stefán:  mér sýnist vera í uppsiglingu mikill misskilningur á því hver eða hverjir séu "skúrkarnir" í þessu styrkjamáli.   Það er auðvitað ekki hægt að skammast við þá sem taka að sér að sækja styrki til fyrirtækjanna, , ,  en það er hins vegar allt annað með þá sem bera fé á stjórnmálaflokka  út úr fyrirtækjunum annars vegar og hinir sem taka við "féburði" - sem með réttu ætti að kalla mútur - fh. stjórnmálaflokkanna.

Fyrirtæki á markaði og fyrirtæki í almannaeigu þurf að gæta jafnræðis milli stjórnmálaflokkanna og einnig vinna eftir sýnilegri og formlegri stefnumörkun - til að menn geti hafið sig yfir allan vafa um að málefnalega sé staðið að fjármögnun stjórnmálaflokka og hreyfinga . . . .

. .  ég hef fram að þessu haft efasemdir um að rétt hafi verið staðið að því að setja svo þröng mörk um fjárhæðir frá einstaklingum og lögaðilum - eins og gert var í lögunum sem tóku gildi 2007.  Stjórnmálastarf þarf peninga - eftir sýnilegum farvegi - - og þeir sem "kaupa sér áhrif" og hafa með því áhrif á dómgreind og afstöðu stjórnmálamanna og tryggja sér hyglingar eða hagfellda niðurstöðu - það eru þeir sem eru hin raunverulega ógn við lýræðið og almannahagsmuni - - en þeir þurfa allta á partnerum að halda innan stjórnmálaflokkanna - og þar kemur að "óheiðarlegum" og hættulegum stjórnmálamönnum . . . .þar hafa þeir hlutverk.

Gleymum ekki boðsferðum, veislum og laxveiðum . . . og því hvernig vinatengingar, fjölskyldutengingar og kumpánaskapur klíkubræðranna - hefur tekið völdin af lýðræðislegri- og faglegri ákvarðanatöku . . . . um það lesum við líklega ekki í bókhaldi stjórnmálflokkanna

Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband