Styrkjamálið eltir flokkinn í kosningabaráttuna

Enginn vafi leikur á því að styrkjamálið mun hundelta Sjálfstæðisflokkinn inn í kosningabaráttuna. Þar sem ekki var gengið hreint til verks og málið klárað algjörlega tekur forysta flokksins í Reykjavík og á landsvísu talsverða áhættu, ekki aðeins fyrir sig heldur og frambjóðendur í baráttusætum um allt land, til að þóknast nokkrum mönnum sem sumir telja ekki hægt að fórna þó þeir hafi staðnir að tvískinnungi og því að fara ekki rétt með mikilvæga þætti atburðarásarinnar og verið teymdir út á braut sannleikans í erfiðu máli á viðkvæmum tíma.

Vel má vera að einhverjir telji rétt að taka þessa áhættu vitandi að hún getur farið á versta veg, ekki aðeins fyrir þá sem komu ekki hreint fram heldur flokksheildina sem slíka. Þeir sem taka svona á málum hafa gleymt hinum margfrægu orðum fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins að enginn einn maður sé merkilegri en sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn. En það er kannski eftir öðru að það gerist aftur. Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson klikkaði sem leiðtogi flokksins í borgarmálunum var löngum tíma varið í að reyna að bjarga honum án árangurs.

Ég er einn af þeim sem þykir mjög vænt um Sjálfstæðisflokkinn, hef verið þar lengi flokksbundinn og lagt honum margt til, bæði persónulega í innra starfinu með trúnaðarstörfum, að mörgu leyti óeigingjörnum, og ég hef kosið hann og talað máli hans árum saman í góðri trú. Vægt til orða er tekið að ég sé hundfúll með hvernig staðið var að málum. Ég er þó líka ósáttur við niðurstöðuna. Það er skítalykt af henni.

Ég er ekki sannfærður um að styðja Sjálfstæðisflokkinn að þessu sinni. Þeir sem geta ekki gengið hreint til verks eiga ekki að auglýsa sig undir því slagorði.

mbl.is Nöfn fyrirtækja ekki rædd í miðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Ég hef tekið þá ákvörðun að mæta ekki á kjörstað. 

Páll A. Þorgeirsson, 12.4.2009 kl. 14:39

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sammála þér Stefán Friðrik að ákvörðun og orð Bjarna Ben nýs formanns voru mér mikil vonbrigði eins og ég bloggaði um í gær. Hér var ekki gengið hreint til verks og ég hélt satt að segja að forysta Sjálfstæðisflokksins hefði eitthvað lært af óförum síðustu missera m.a. í borgarstjórn Reykjavíkur. Auðvitað átti að velja strax Hönnu Birnu til að leiða flokkinn án málalenginga og vandræðagangsins sem þjóðin þurfti að horfa upp á allt of lengi.

Það er sannanlega miklu fórnað fyrir Guðlaug Þór og Kjartan Gunnarsson. Á því verður forystan að bera ábyrgð þegar talið verður upp úr kössunum.

Jón Baldur Lorange, 12.4.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þið eruð eins og menn sem hætta að styðja liðið sitt þegar það hefur tapað leik. Mætið á kjörstað og krossið við D. Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 15:45

4 identicon

Þetta er gríðarlegt áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Stórfjölskyldan mín, Sjálfstæðismenn til margra áratuga, mun sitja heima eða kjósa annað í þessum kosningum. Nú kemur Einar K. Guðfinnsson, sem titlar sig sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á heimasíðu sinni, fram og talar um að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir heiðarleika! Hvar var þessi heiðarleiki fyrir 2 árum? Var sjálfstæðisflokkurinn ekki búinn að tileinka sér hann þá? Því miður er nýkjörinn formaður flokksins ekki að ganga hreint til verks, hann hefur brugðist væntingum margra.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 16:09

5 identicon

Í fyrsta skipti frá því að ég fékk kosningarétt mun ég ekki styðja sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst það dapurlegt að svo skuli vera komið fyrir flokknum mínum, en ég get ekki samvisku minnar vegna stutt hann. Það er skítalykt í þessu máli. Hún mun finnast í þessari kosningarbaráttu.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:28

6 identicon

Baldur

Er það svona sem þú kýst? Eftir hverjum þú heldur með.  úff

Kv. Jóhann

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 17:41

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rugludallar getið þið verið. Hvaða máli skipta þessir styrkir fyrir framtíð þessarar þjóðar? Akkúrat engu máli. Allt tala um hvað sé siðlaust og hvað ekki er bara ropi úr siðlausum börkum. Siðferði hefur aldrei vafist fyrir Íslendingum. Það gerði það ekki þegar við lokuðum augunum fyrir því sem útrásarvíkingarnir voru að gera, því allir vildu spila með. Gleggsta dæmið um siðleysið er þegar fjölmiðlalögunum var hafnað af stjórnarandstöðu og forseta Íslands. Þeir sem þá glöddust eiga ekki að tala um siðleysi annarra.

Kosningarnar núna eiga að snúast um hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að taka á þeim gríðarlega vanda sem við stöndum frammi fyrir, þ.e. hvernig þeir ætla að loka fjárlagagatinu. Ekki gleyma því að það er rúmir 150 milljarðar og því skal lokað fyrir 2012. Það gerist ekki sársaukalaust.

Ef þið viljið skemmta skrattanum með því að tala bara um eitthvað annað þá má segja að þessi þjóð hefur ekkert lært á þeim mánuðum sem liðnir eru frá bankahruninu.

Ragnhildur Kolka, 12.4.2009 kl. 17:48

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ragnhildur, frá mínum bæjardyrum séð er þetta einskonar öfugsnúin fortíðarþrá. Við þörfnumst núna umfram allt lausnamiðaðrar nálgunar. Við einhendum okkur að framtíðinni. En andróðurinn hefur verið svo harður að einhverjir munu bogna. Hver og einn gerir upp við sína samvisku hvað hann vill gera.

Baldur Hermannsson, 12.4.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Sverrir Einarsson

Baldur: Ef liðið mitt er staðið að því að spila óheiðarlega og kemst upp með það þá er það ekki liðið sem ég myndi vilja styðja í næsta leik,  reyndar ekki fyrr en ég frétti að það væri farið að spila eftir leikreglum.

Ragnhildur: Það voru þessir siðlausu sem áttu að standa vaktina, ég hafði enga aðstöðu til að skifta mér af þá. En nú hef ég valið og ég vel að velja ekki þessa sömu menn/konur aftur til eftirlitsstarfa........ekki í bráð alla vega

Sverrir Einarsson, 12.4.2009 kl. 18:18

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sverrir, ég bara endurtek það sem ég hef áður sagt: mútur eru ekki aðeins forkastanlegar, þær eru lögbrot. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þiggja stóra fjárhæð, svo framarlega sem engin undirmál fylgja.

Baldur Hermannsson, 13.4.2009 kl. 00:33

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Menn eða málefni EÐA menn og málefni?

Júlíus Valsson, 13.4.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband