Hulunni svipt af styrkjum - Jóhanna styrkt af Baugi

Ég fagna því að hulunni sé svipt af leyndardómnum um styrkina fyrst stjórnmálamenn vilja ekki ganga hreint til verks og upplýsa upphæðir og helstu staðreyndir málsins. Kom mér mest á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir tók við styrki frá Baugi. Mér finnst nú heldur vera farið að slá á þá ímynd Jóhönnu að vera á móti spillingu og hún vilji allt upp á borðið. Af hverju sagði hún fólkinu í landinu ekki frá þessu sjálf í stað þess að vera teymd á braut sannleikans af fjölmiðlum?

Nú staðfestist endanlega að Guðlaugur Þór Þórðarson fékk mjög háa styrki frá stórfyrirtækjum sem kemur í viðbót við styrkjamálið í Sjálfstæðisflokknum um páskana. Enginn vafi leikur á því að staða Guðlaugs Þórs hefur veikst í þessu máli, enda vonlaust að telja fólki trú um að svo háar styrkjagreiðslur hafi ekki verið á vitorði innan framboðsins og frambjóðandinn hafi ekki vitað af þeim. Þetta lyktar því miður af því að menn hafi hreinlega verið keyptir.

Margar beinagrindur virðast vera í skápnum og æ augljósara að Samfylkingin mun eiga erfitt með að svara fyrir styrki til sinna frambjóðenda, enda heyrist lítið t.d. í þeim siðapostulum sem hæst hafa talað um siðferði en vilja ekki leggja spilin á borðið, t.d. heilagri Jóhönnu sem var styrkt af Baugi.

mbl.is Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Hvað mun Guðlaugur Þór kosta Sjálfstæðisflokkinn mörg prósent?

Hann á að draga sig í hlé maðurinn. Ef hann hefði einhverja sómatilfinningu .. að þá væri hann löngu búinn að því.

ThoR-E, 22.4.2009 kl. 16:11

2 identicon

hvernig er hægt að snú frétt um mútugreiðslur til Guðlaugs Þórs uppá Jóhönnu Sigurðar...?

zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:33

3 identicon

Er ekki rétt að bíða eftir listanum áður en menn draga ályktanir og hneykslast. A.m.k. er ekki minnst á Jóhönnu Sigurðardóttur í síðustu fréttum DV.

GH (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sammála þér Acer.

Zappa: Ég hef nú ekki beinlínis borið blak af Guðlaugi Þór. Lastu ekki bloggið um páskana?

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.4.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband