Sögulegar kosningar - hver verður framtíðin?

Flest bendir til þess að þáttaskil verði í íslenskum stjórnmálum í dag. Kannanir gera ráð fyrir harðri vinstrikeyrslu eftir kosningar, þeirri mestu í lýðveldissögunni. Mjög mikilvægt er að kjósendur hugleiði valkostina í þessum kosningum áður en þeir greiða atkvæði. Framtíðin skiptir mestu máli nú, mun frekar en fortíðin. Hugleiða þarf hvernig samfélag við viljum og hvaða tækifæri séu mikilvægust í nýju samfélagi.

Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hvet alla lesendur vefsins til að gera slíkt hið sama. Vissulega var ég óánægður með hvernig staðið var að málum og hef tjáð þá óánægju mjög vel í skrifum hér og gert upp við fortíðina. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið til, gert upp fortíðina og horft til framtíðar með nýrri flokksforystu og því að gera í ítarlegri stefnuvinnu upp við liðna tíma með gagnrýnum hætti.

Mikilvægt er að þeir sem óánægðir eru kjósi Sjálfstæðisflokkinn en horfi gagnrýnið og ákveðið á framboðslistana á kjörseðlinum og geri þær breytingar sem þeir telja mikilvægt að verði. Mikilvægt er að strika yfir þá forystumenn sem fólk er óánægt með og sendi þeim skýr skilaboð með því. Kjósandinn hefur tækifæri til að breyta listanum sem hann kýs - það er réttur sem skiptir miklu máli.

Lykilstaðreyndin í þeirri vinstrisveiflu sem blasir við er sú að Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem berst fyrir einstaklingsfrelsi og hóflegum sköttum á almenning. Ef það er eitthvað sem við þurfum ekki núna, eru það auknar álögur á heimilin í landinu.

Við verðum að senda út þau skilaboð að frelsið sé leiðandi. Þó svo geti farið að vinstriflokkar fái afgerandi umboð og traust kjósenda, sem þeir verðskulda þó ekki þar sem þeir hafa neitað að tala beint til fólks og fara yfir stöðuna, þarf að standa vörð um frelsið.

Munum eitt; auður seðill er rauður. Tökum afstöðu í dag! Kosningarétturinn er okkar lýðræðislegi réttur til að taka afstöðu og okkar öflugasta val þegar mestu skiptir. Segjum ekki barnabörnum okkar að við höfum ekki tekið afstöðu örlagadaginn 25. apríl 2009!

mbl.is Bjarni Ben kaus fyrstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband