Innistæðulaus loforð - gagnsæi Ögmundar

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, er ekki beinlínis trúverðugur þegar hann lofar nýjum landsspítala rétt áður en ráðist verður í gríðarlegan niðurskurð, sem hlýtur að bitna á velferðarkerfinu, sama hvað stjórnarflokkarnir sögðu annars í kosningabaráttunni. Ég er hræddur um að þessi orð Ögmundar gleymist fljótt þegar farið verður í niðurskurðinn. Þetta heitir að lofa fólki einhverju sem lítil sem engin innistæða er í raun fyrir. Í raun svolítið lúalegt, en hvað með það.

Ögmundur situr í ríkisstjórn sem situr á mikilvægum upplýsingum um stöðu þjóðarinnar og vill ekki kynna það fyrir þjóðinni. Þau vinnubrögð eru ekki síður lúaleg. Furðulegt alveg fyrir vinstri græna að vera nú í því hlutverki sem þeir gagnrýndu mest Geir Haarde og Árna Mathiesen fyrir í vetur, að tala ekki nóg við þjóðina. Honum hlýtur að líða einkennilega í því ljósi, vera í hitanum sem fylgir því að sitja á upplýsingum sem í raun eiga að vera opinberar staðreyndir fyrir alla þjóðina.

6. janúar sl. ritaði Ögmundur þennan pistil á heimasíðu sína:

"Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir okkur í fréttum Sjónvarps í kvöld að almenningi séu ekki ætlaðar upplýsingar úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja um bankabraskið. Fjármálaeftirlitið væri nú búið að fá slíkar skýrslur í hendur og ætlaði að skoða þær "faglega".

Jónas Fr. Jónsson ætlar með öðrum orðum ekkert að gefa upp um það hvort hvort endurskoðunarfyrirtækin sem rannsökuðu Kaupþing og Landsbankann í aðdraganda hrunsins telji að lög hafi verið brotin eður ei.

Til álita komi hins vegar að birta almenningi úrdrátt úr skýrslunum síðar. Það er að segja - kannski. Bíðum við. Almenningur á að borga en fær ekki að vita neitt um svindlið og svínaríið. Var ekki verið að tala um gagnsæi?

Auðvitað á að birta þetta allt saman strax og það á netinu. Eru yfirvöld að egna þjóðina til uppreisnar?"


Hvar er sá sem skrifaði þetta núna. Er hann ekki enn sömu skoðunar að birta eigi allt á netinu? Djöfuls hræsni!


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni þegar kemur að skuldurum þessa lands.Bankastjórarnir stíga fram ásamt spekingum og tala um skuldir heimilanna eins og þær séu allar settar undir þann hatt þér var nær vitleysingurinn þinn.Hittt er og forðast er að ræða það að hvr einstaklingur á að eiga þann rétt að geta brauðfætt sig og sína. Þarna á þessum mörkum stoppar enginn skuldakrafan tekur ekkert mið af þessari grunnþörf sem myndi í öllum siðuðum ríkjum             teljast átroðsla á persónurétt einstaklingsins. 'Í öllum siðuðum ríkjum er varnargirðing sem enginn má fara inn fyrir með skuldakröfur. Það á að vera hverjum banka augljóst að fólk þarf að fæða sig og klæða og lánveitingar sem krefjast greiðlu skulda inn fyrir þessi mörk að vera hreint ábyrgðarleysi frá hendi bankanna.Það segir í íslenskum lögum sá sem að veit og lánar manneskju sem ekki er borgunarhæf geti sjálfum sér um kennt og þýðir ekki að varpa þeirri ábyrgð á skuldarann. Hér er höfðað til þess að allir skullu vera ábyrgir gerða sinna. Sem einfalt dæmi ætti banka ekki að koma á óvart að greiðlufall yrði hjá gjaldþrota einstaklingi því aðstæður hans og eftirbreytni hefðu strax í upphafi leiks borið með sér hvert stefndi. Þessi girðing sem ég talaði hér áður þessi vernd gæti numið í dag þeirri upphæð sem væri lágmarksframfærsla ca. 90 þúsund eftir skatta. Og að lokum fyrir mann með 200 þúsund á mánuði og með með 150 þúsund eftir skatta getur mest verið skráður fyrir 6 milljón króna skuld. Allt um fram það er bæði ábyrgðarleysi bankans og einstaklingsins. Ef við viljum nýtt Ísland þá verðum við að horfa á málverkið eins og listamaðurinn að hafa á hreinu að hvert málverk hefur sína grunntóna!! Látum kreppuna ekki senda börnin okkar á vígvöllinn segjum nei við ESB.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband