Ung vinstri græn húðskamma Steingrím J.

Ég verð að segja alveg eins og er að ég dáist að ungum vinstri grænum að skamma Steingrím J. Sigfússon með svo áberandi hætti sem ályktunin um kynjakvótann óneitanlega er. Formaðurinn fær það alveg óþvegið þar - skilaboðin mjög skýr. Reyndar hef ég aldrei skilið þessa kynjakvóta hjá vinstri grænum. Þeir hafa alltaf virkað bara í aðra áttina, gegn karlmönnum en ekki komið niður á konum.

Þetta sást best þegar konurnar héldu allar sætum sínum í efstu sætum eftir forvalið í Reykjavík og Kolbrún Halldórsdóttir var ekki færð niður fyrir Ara Matthíasson á meðan Hlynur Hallsson varð að sætta sig við að fara niður um sæti fyrir Dýrleifu Skjóldal. Þá breyttust þessir kynjakvótar í konukvótar eiginlega.

Vinstri grænir hafa alltaf verið mjög foringjahollir. Mikla athygli vakti þegar ungir vinstri grænir bjuggu til boli með Steingrími J. utan á, í líki Che Guevara, í kosningabaráttunni 2003. Veit ekki alveg hvað hefði verið sagt ef SUS hefði búið til boli með mynd af Davíð Oddssyni.

En hvað með það. Þetta eru sterk skilaboð. Man ekki eftir að flokksstofnun í VG hafi áður skammað Steingrím J. svo opinberlega. Eru þetta ekki líka kaldar kveðjur til Jóns Bjarnasonar, karlsins sem fór í ráðherrastól? Hvernig átti að skipta fimm stólum jafnt á milli kynja? Með konukvóta?

mbl.is Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Var ekki Guðbjarti Hannessyni hennt úr stóli forseta þings fyrir Ástu Og ef mig minnir þá sagði JS að forseti þings væri ígildi ráðherraembættis þannig réttlætti hún að henda Guðbjarti út til að réttlæta kynjakódann í ríkisstjórn en eins og menn muna þá vann Ásta ekki beint stórsigur í prófkjöri Samfó en hún er kona Og fékk embætti út á það - 

Óðinn Þórisson, 13.5.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband