IMF stjórnar Seðlabankanum algjörlega

Yfirlýsing fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Íslandi í morgun gerir í raun út af við hugleiðingar um frekari stýrivaxtalækkun í júní. Orð pólska IMF-landsstjórans staðfestir þó aðeins það sem allir hafa vitað mánuðum saman. Sjóðurinn ræður algjörlega för hér og stjórnar Seðlabankanum með góðu eða illu. Við höfum í raun enga stjórn á þeim málum sem mestu skipta.

Valdið hefur einfaldlega verið fært annað. Þeir spekingar sem töluðu fyrir því að IMF væri eina lausnin á okkar vandamálum hafa sig ekki eins mikið í frammi nú og þeir gerðu fyrir nokkrum mánuðum. Ætli sumir sjái eftir ráðleggingunum? Aðfarir IMF eru samt mjög fyrirsjáanlegar. Þetta er það sem varað var við. 

Stóra spurningin nú er hvort IMF hafi ekki verið að makka með Bretunum, eftir allt saman.

mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Íslenska orðið "lánardrottinn" segir allt sem segja þarf um hver hafi völdin hér á landi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.5.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: Jón Árni Bragason

Og svo er hellingur af fólki að hugleiða í alvöru að færa allt vald út til Mið-Evrópu til frambúðar.

Það er alveg merkilegt.

Jón Árni Bragason, 14.5.2009 kl. 14:42

3 identicon

Hvað er vandamálið eiginlega? Afhverju þessi móðursýki? Vissum við ekki að sjóðurinn myndi stjórna þessu þegar han kom að málum hér? Það lá jú algjörlega ljóst fyrir frá upphafi!

Já, þetta var og er eina lausnin á efnhagsvandamálum okkar, allavega sú eina sem er ábyrg. Öll lán sem við fengum voru með aðkomu sjóðsins sem skilyrði. Við hefðum ekki fengið nein lán annars. Það var fullreynt. Lánin eru veit í gegnum sjóðinn.

"Er IMF að makka með bretum?" Þó við sjáum ekki út úr augunum vegna spillingar íslenskra ráðamanna þá er ekki þar með sagt að allur heimurinn sé gjörspilltur. Við verðum að treysta einhverjum. Þar sem við höfum ekki gert hreint fyrir okkar dyrum, er engum íslenskum ráðamanni að treysta. Ég er ekki að segja að þeir séu allir spilltir. En þegar maður veit ekki hver er spilltur og hver ekki og ekkert virðist gert í að gera þessi mál upp, þá höfum við ekki marga valkosti. Í augnablikinu treysti ég allvega þúsund sinnum meira óvilhöllum aðilum sem IMF en íslenskum ráðamönnum.

Hvað villtu annars gera? Fleygja IMF út og segja okkur út úr samfélagi þjóðanna? Gera þetta bara sjálf, skítt með þjóðarpakkið í kringum okkur?

Svo vill ég gjarnan spyrja þig: Eru vextir mikið hærri nú enn þeir voru fyrir hrun? Er vandamálið staða krónurnar eða vextir? Hver yrðu áhrifin á krónuna ef við lækkuðum vexti meira en það sem IMF hefur ákveðið?

Ég held við ættum að nota orku okkar í að hreinsa til hér. Skoða okkar innanbúðarmál og láta IMF um að gera það sem þeir eru bestir til að gera, nefnilega að koma efnahagsmálum þjóðar á réttan kjöl eftir áföll.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf á það alveg skuldlaust að annar hluti lánsins frá IMF er ekki kominn - það lá fyrir allan tímann að það mátti ekki fara í kosningar fyrr en í fyrsta lagi í sumar EN svona er það þegar stjórnmálaflokkur höndlar ekki pressuna og splundrast

Óðinn Þórisson, 14.5.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband