Kosningadraumur Steingríms J. rætist

Við þau tíðindi að ríkið hafi yfirtekið tæplega helming í Icelandair er ekki óeðlilegt að hugleiða mánaðargömul ummæli Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, á kosningafundi á Egilsstöðum. Þar sagði hann að Icelandair kæmist í hendur ríkisins brátt og þegar svo væri komið þá myndi Icelandair hefja beint millilandaflug frá Egilsstöðum.

Ummælin láku út og fóru í fjölmiðla, eðlilega. Steingrímur neitaði þeim opinberlega og lét fjármálaráðuneytið meira að segja senda út sérstaka tilkynningu til að afneita því, þó öllum væri ljóst hvað hann sagði og hver áherslan var. Steingrímur slapp ótrúlega billega frá þessu eins og fleiru undir lok kosningabaráttunnar.

Steingrímur J. nýtur sín vel núna. Flest fyrirtæki í landinu eru annað hvort að hrynja eða komin á hausinn. Ástandið er gríðarlega erfitt. Sofandagangur stjórnvalda er algjör. Ólafur Arnarson hefur hvað best orðað stöðuna á mannamáli undanfarna daga og ritað fjölda góðra greina og farið í sjónvarp til að tjá hinn kalda sannleik.

Steingrímur J. er örugglega himinlifandi með að krumla ríkisins sé að taka allt yfir. Hvað ætli verði langt í að kosningaloforðið á Egilsstöðum um millilandaflugið rætist? Þetta sem hann vildi aldrei kannast við opinberlega.


mbl.is Bréfin tekin af Nausti og Mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Bendi þér á að lesa blogg Þórs Jóhannessonar um sama efni.

Jóhannes Ragnarsson, 18.5.2009 kl. 13:31

2 identicon

Bauð hann ekki líka Ástþóri Magnússyni vinnu? og bað hann ekki Adda Kidda Gauj að bjalla í sig uppá vinnu?

Steinríkur er núna ánægður!!!

Gunni (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband