Söngur eða efnislítil smáræði í aðalhlutverki?

Jóhanna Guðrún
Fyrir Eurovision-keppnina var mikið talað um að kjóll Jóhönnu Guðrúnar gæti kostað hana mörg stig og jafnvel sætið í úrslitakeppninni. Þvert á móti náði Ísland mestum stigafjölda í 23 ára sögu sinni í keppninni og náði öðru sætinu öðru sinni á áratug. Jóhanna Guðrún stóð sig það vel, söng svo vel og tært, að fólk hugsaði einfaldlega ekkert um kjólinn hennar. Fókusinn var á lagið, söngurinn var í aðalhlutverki.

Er það ekki annars aðalatriðið? Jóhanna Guðrún sýndi það vel að kona í Eurovision þarf ekki að vera á brjóstahaldara og pínubrók til að ná árangri. Ef lagið er nógu traust og söngkonan nógu góð þarf ekki að vera í efnislitlu smáræði til að slá í gegn. Hitt er svo annað mál að kjóll Jóhönnu féll vel inn í hina notalegu bláu draumkenndu sýn sem var aðalatriðið í sviðsumgjörðinni. Allt féll vel saman.

mbl.is Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála, hef aldrei skilið af hverju fólk þarf að syngja hálf nakið...

Steinunn Skúladóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband