Ráðherrar VG flúnir úr Evrópuumræðunni

Mér finnst það táknrænt að ráðherrar VG séu flúnir úr ráðherrastólunum í þingsalnum þegar Evrópuumræðan fer þar fram. Staðan er núna þannig að þeir verða að styðja Evrópuvegferð Samfylkingarinnar eigi hún fram að ganga og svíkja þannig stefnu flokksins og hugsjónir sínar. Ekki er þingmeirihluti fyrir tillögu utanríkisráðherrans og Svarti Pétur kominn í þeirra hendur.

Nú ræðst hvort stjórnin stendur að baki tillögunni eða Samfylkingin ein. VG fær málið í sínar hendur. Fjarveran gefur til kynna að þeir hafi misreiknað taflið þegar þeir hétu Samfylkingunni að sitjá hjá og redda nægilega mörgum þingmönnum til stuðnings svo tillagan yrði samþykkt helst með atbeina stjórnarandstöðunnar. Það tafl er úr sögunni með tillögu stjórnarandstöðunnar.

VG situr uppi með örlög málsins í sínum höndum, þar á meðal ráðherrarnir sem flúðu úr ráðherrastólunum í þingsal í morgun.

mbl.is Ráðherrar VG ekki viðstaddir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband