Steingrímur J. áttavilltur í Evrópuumræðunni

Ekki var mikið af hugsjónum og skoðunum í ræðu Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, þegar hann loksins fékkst í að mæta í þingsal í Evrópuumræðu, en hann hafði víst verið upptekinn í símanum þegar umræðan hófst í morgun. Ekki var mikið eftir af gamla Steingrími, sem við höfum séð á þingi í stjórnarandstöðu árum saman.

Ætli sé búið að afskrifa manninn með skoðanirnar, gamla Steingrím J, eins og gömlu bankana? Hvað varð um manninn sem hrópaði hátt og fór oft í ræðustól og talaði kjarnyrt - vildi að talað yrði hreint út um þjóðmál? Er hann gufaður upp eða kannski bara obbolítið áttavilltur í hjónasænginni með Samfylkingunni?

Svolítið raunalegt, ekki satt?

mbl.is Heimtuðu svör frá Steingrími
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband