Úrræðalaus ríkisstjórn horfir á samfélagið hrynja

Stjórnvöld bera mikla ábyrgð með aðgerðar- og úrræðaleysi sínu sem kemur fram í vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þar er sofið á verðinum og horft á samfélagið hrynja. Hún hefur mikið á samviskunni og hefur ekkert fram að færa, hvorki forystu né ábyrgar lausnir á vandanum. Ekki er dugur til að taka ákvarðanir og taka forystuna að neinu leyti.

Eitt sinn var sagt að þessi ríkisstjórn hefði verið mynduð því það hefði vantað verkstjórn í lykilmálum. Er það ekki eins og hver annar brandari núna?

mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þú veist væntanlega að ríkisstjórnin handstýrir ekki vöxtunum...

Svala Jónsdóttir, 4.6.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkar keyrðu þetta þjóðfélag í þrot á 12 árum. Það hrundi síðan í byrjun október 2008. Ég verð að segja að það er ekki lítið traust sem þú virðist bera til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur fengið það nánast óvinnandi verk að endurreisa íslenskt þjóðfélag ef þú hélst að stjórn hennar gæti kippt öllu í liðinn á einum degi. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið að því hörðum höndum að finna leiðir út úr vandanum, þær liggja ekki á glámbekk, en ég veit og er viss um að það hafa ALLAR stofnanir þjóðfélagsins verið í FULLRI vinnu við að setja saman björgunarpakkann. Þessi ríkisstjórn vinnur að rústabjörgun eftir að þessir tveir flokkar, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur glutruðu öllu niður með óstjórn og nýfrjálshyggju. Það er vissulega auðvelt fyrir þig og aðra sem eruð með óábyrgar upphrópanir að ekkert sé gert.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vinnur í rústabjörgun og þarf á stuðningi ALLRA landmanna að halda. Það ert þú greinilega ekki frekar en Bjarni Benediktsson form. Sjálfstæðisflokksins eða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður formaður Framsóknarflokksins. Við munum komast út úr þessum rústum þrátt fyrir hælbíta eins og ykkur þrjá og því miður all marga aðra.

Þaðsýnir best hversu óábyrgur þú ert að geta séð núverandi ástand sem brandara.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 4.6.2009 kl. 17:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ríkisstjórnin getur skapað aðstæður sem tryggja stöðugleika. Það gerir hún með því að taka ákvarðanir og sýna forystu, Svala. Það vantar sárlega. Hvar er forystan í íslensku samfélagi. Hver tekur af skarið og tekur ákvarðanir í stjórnkerfinu? Er nokkuð að gerast?

Sigurður: Það er brandari hvernig farið hefur fyrir verkstjórn Jóhönnu. Hún hefur algjörlega brugðist og er ekki að standa sig. Það er hin napra staðreynd. Hún er ekki að gera neitt af viti. Þessi ríkisstjórn virðist ekki geta tekið af skarið og ráðist að vandanum. Hvar er planið á stöðunni og hver er áætlunin? Getur þú bent mér á það hvað þetta fólk hefur verið að gera síðustu mánuði annað en tala um að vandinn sé gríðarlegur?

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.6.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband