Ólafur Ragnar mun aldrei stöðva Icesave-dílinn

Hreinir draumórar eru að búast við því að Ólafur Ragnar Grímsson muni synja staðfestingu lagafrumvarpi um ríkisábyrgð vegna Icesave, muni þingið samþykkja málið. Hann mun aldrei setja vinstristjórn leidda af Samfylkingunni út af sporinu með því að hafna svo mikilvægu máli, enda vita allir að þjóðin mun aldrei samþykkja þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Ólafur Ragnar er svo tryggur Samfylkingunni, eins og sást af aumri framgöngu hans við stjórnarslitin í janúar, að hann mun ekki taka þessa vinstristjórn úr öndunarvélinni. Forðum daga sagði þó þessi forseti að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar um fjölmiðlamálið. Hvað ætli hann segi til að reyna að friða þjóðina þegar hann hleypir þessum díl í gegn?

Þessi forseti er sá lélegasti í lýðveldissögunni, verður minnst fyrir dekur sitt við auðmenn og hafa verið klappstýra útrásarvíkinganna og skjalldúkka þeirra. Hann mun ekki setja þetta mál í uppnám. Örlög þessa máls munu ráðast í þinginu. Nú ræðst hvort samviska vinstri grænna er til staðar eða hvort þeir verða teknir í bóndabeygju af formannavaldinu alræmda.

mbl.is Vilja að forseti synji staðfestingu á ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband