Fjarar undan hinu gamaldags vinstrapari

Könnun Gallups gefur til kynna að mjög fjari nú undan Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, vinstraparinu gamalreynda sem hefur verið á þingi í um eða yfir þrjá áratugi. Þau hafa að sjálfsögðu ekki komið með neinar breytingar í íslenskum stjórnmálum, andlit hinna gömlu og liðnu tíma, fólkið sem heldur áfram formannaveldinu í þinginu sem þau gagnrýndu áður og stýra Alþingi sem afgreiðslustofnun framkvæmdavaldsins.

Fjölmargir sem kusu þau hafa verið illa sviknir og eflaust ekki séð fyrir endann á fylgishruni vinstriflokkanna. Þeir eiga eftir að taka væna dýfu á næstu mánuðum þegar gríman fellur endanlega, hafi hún svosem ekki tekið næga niðursveiflu fyrir. Þetta var allt svo fyrirsjáanlegt en samt sem áður gerist þetta hrun þeirra hraðar en ég átti von á. En svona verða víst örlögin fyrir þeim.

Steingrímur J. hefur sérstaklega látið á sjá að undanförnu... er aðeins skugginn af stjórnarandstöðuleiðtoganum sem hafði uppi stór orð en stundar nú aðallega það að borða þau í öll mál. Stóra spurningin nú er hvort þau þrauki af kjörtímabilið eða hrökklist frá bráðlega. Þessi stjórn felur feigðina í sér rétt eins og hin lánlausa stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem aldrei var neitt.

Framtíðin er þeirra sem eru nýjir á sviðinu. Endurnýjun íslenskra stjórnmála er ekki lokið. Hún er aðeins rétt að byrja. Nú munum við hinsvegar fara að sjá hana gerast á vinstrivængnum þegar VG og Samfylking fara í hendur nýrra formanna.

mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessir flokkar töluðu um nýtt fólk - eru JS og SJS nýja fólkið sem flokkarnar töluðu um  - þessir flokkar eru ósammála í öllu stóru málum - töluðu um allt nema Sjálfstæðisflokkinn - eina sem ég heyri er - þeir að biðja Sjálfstæðisflokkinn um stuðning við erfið mál sem stjórnin kemur sér ekki saman um - ósammála - sammála stjórnin - þeir hafa gert eitt, slegið skjaldborg um völdin - annað ekki - jú talað um það hvað þetta er allt erfitt -
Sammála þér Stefán - nýjir formenn munu koma fram hjá sjónarsviðið hjá þessum flokkum og líklega núna á þessu ári - einfaldlega vegna þess að stjórnin er fallin -

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Það er háttur fyrrverandi stjórnarandstæðinga að gleypa stóru orðin í öll mál þegar þeir eru komnir í bílstjórasætið. Þau verða örlög Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs þegar og ef þeir komast til valda. Ég veit að það er hallærislegt að tala um ef þetta og ef hitt, en ég er sannfærður um það að ef kosningarnar hefðu farið á þann veg að þeir félagar sem ég nefndi hefðu komist til valda væru þeir núna að reyna að berja þennan  Iceslave samning í gegn og Steingrímur froðufellandi á móti honum.

Gísli Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 10:18

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Endurnýjun er hafin á hægri vængnum... við hafa tekið auðmannssynir með auðmannssýn yfir gullskeiðar í munni. Rétt Stefán... það er ekki langt í endurnýjum formanna í hinum flokkunum einfaldlega vegna aldurs...en málið er allt annað... það er ekki formannaræði í Samfylkingunni þó það megi kannski segja um VG. Formaður Samfylkingar mótar ekki stefnu flokksins .... það er gert allt annarsstaðar.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband