Aðför að fjölmiðlum með Kaupþingslögbanni

Lögbann á umfjöllun um lánafyrirgreiðslur Kaupþings er alvarleg aðför að fjölmiðlun á Íslandi. Eðlilegt er að fjölmiðlar segi frá slíkum stórfréttum. Þegar lánabók verður aðgengileg á netinu, birt þar opinberlega, kemur það öllum landsmönnum við og eðlilegt að það sé fjallað um það.

Fólkið í landinu á rétt á að vita hverslags ósómi og siðleysi viðgekkst í bönkunum sérstaklega síðustu dagana fyrir hrunið.

Aldrei mun nást sátt um það að þagga niður í fjölmiðlum með þessum hætti.


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar um "lánafyrirgreiðslur Kaupþings", felur það líka í sér lánafyrirgreiðslur SÍ/DO til KÞ? Skömmu síðar þurfti jú að bjarga LÍ frá gjaldþroti, einnig á kostnað skattgreiðenda.

sr (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Stefán: er það ekki hið besta mál að dómstólar fái nú loksins tækifæri til að fjalla um bankaleind, það gagnast ekki neitt að tala í hneykslunartón og gagnrýna þá sem fara að lögum, hvað annað gat stjórn Kaupþings gert en að það sem þeir hafa gert, og taktu eftir þeir settu bann á þan einna fjölmiðil, sem er í stakk búinn til að höfða mál til ógildingar, það er RÚV, í framhaldi af slíkum málaferlum, fengist hugsanlega allt upp á borðið eins og tauglast var á í aðdraganda síðustu kosninga.

Magnús Jónsson, 1.8.2009 kl. 22:12

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þetta er nú heila vandamálið.

Ósómi og siðleysi var alráðandi.

Núna erum við með óhæfa pólitíska hunda sem vita ekkert í bönkunum. Og það er enn verið að fela og breiða yfir. Ekkert hefur breyst, þetta færðist bara til á skítaskalanum.

Teitur Haraldsson, 2.8.2009 kl. 01:35

4 identicon

Það er ekki verið að banna öðrum fjölmiðlum að fjalla um þetta, bara RÚV. Ég reikna með að þú hafir séð „umfjöllun“ Fréttablaðsins í gær. Eindálkur u.þ.b. 5-7 cm. Það er bara RÚV sem getur kallast hlutlaust. Allir aðrir fjölmiðlar eru í eigu auðmanna.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband