Bretar gefa ekki eftir - samningur úr sögunni

Æ augljósara verður að Icesave-samningurinn hefur ekki stuðning á Alþingi. Hann hefur í raun verið sleginn út af borðinu með öllu tali um fyrirvara og breytingar. Illa var haldið á málum af samninganefnd Svavars Gestssonar - mörg alvarleg mistök gerð í samningsferlinu sem verða Íslandi dýrkeypt.

Enn verra er að hlusta á fjármálaráðherra neita að viðurkenna mistökin og þess í stað verja þau, vinna þar með gegn hagsmunum Íslands. Enn undarlegra er að sá maður kenni öðrum um samninginn sem er á pólitískri ábyrgð hans. Kastljósviðtalið við Steingrím J. var hálfgerð tragedía.

Nú er ljóst að Bretar munu ekki breyta samningnum. Varla furða svosem. Þeir höfðu fullnaðarsigur í baráttunni við lélega samninganefnd frá Íslandi og munu ekki beygja sig. Íslensk mistök í þessu samningsferli eru dýrkeypt og hafa mikil áhrif á framtíð málsins.

Ef einhver bógur væri í íslenskum stjórnvöldum myndu þau fara eftir heillaráðum Evu Joly og reyna að landa þessu máli með diplómatískum aðferðum þegar ljóst er að Icesave-samningurinn hefur ekki stuðning á Alþingi.


mbl.is „Það er búið að semja!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Sendinefnd Íslands var óhæf með öllu.

Það er bara grátlegt að skoða mistök þeirra. Enn grátlegra er að hugsa um afleiðingar mistaka þeirra fyrir þjóðina.

ThoR-E, 7.8.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband