Fégráðugur barnsfaðir nýtir sér frægð Söru Palin

Mér finnst frekar auvirðilegt hvernig Levi Johnston, barnsfaðir Bristol, dóttur Söru Palin, fyrrum rikisstjóra í Alaska og varaforsetaefnis repúblikana, notar sér frægð hennar til að koma sér sjálfum á framfæri. Hann talar af vandlætingu um fjölskylduna sem hann hatar og sakar um yfirborðsmennsku en gleymir auðvitað að benda á þá staðreynd að hann er að skrifa sjálfur bók um þessa fjölskyldu og reyna að koma sér á framfæri utan Alaska, fá feril á silfurfati á frægð Söru. Frekar slappt.

Ég efast stórlega um að Sarah Palin sé fullkomin - hver er það annars? Er nokkuð okkar fullkomið? Ekki virðist frægð hennar dvína þó hún hafi látið af ríkisstjórastarfi í Alaska. Frjálslyndir líta greinilega á Söru sem ógn pólitískt... altént er síður minna talað um hana og verk hennar þó hún sé ekki lengur í pólitískt kjörnu embætti. Greinilegt er að demókratar líta á hana sem skaðlegan andstæðing í aðdraganda þingkosninga og forsetakosninga 2012.

Vissulega beinast sjónir flestra þó að 2012. Þrátt fyrir miklar vangaveltur eru þeir ekki svo margir sem eiga alvöru séns á útnefningu repúblikana þá; Mitt Romney, Mike Huckabee, Tim Pawlenty og Sarah. Sé ekki að aðrir blandi sér í það nema þá eitthvað mjög mikið muni gerast. Flest bendir til að Sarah Palin standi þar vel að vígi og muni leika lykilhlutverk í að byggja upp Repúblikanaflokkinn.

mbl.is „Palin á fátt sameiginlegt með ímyndinni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sara Palin is a biatch.

Prísaðu þig sælan yfir því að hún er ekki með klærnar á kjarnorkutakkanum.

DoctorE (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband