Björgólfsfeðgar stefna fréttastofu Stöðvar 2

Björgólfsfeðgar ætla nú að fara dómstólaleiðina til að fá fréttaflutning Stöðvar 2 um millifærslur af reikningum í Straumi til skattaparadísa dæmdan dauðan og ómerkan. Eflaust ætla þeir þar með að stinga ofan í við andstæðinga sína í fjölmiðlabransanum sem birt hafa fréttir um vinnubrögð þeirra og kenna fjölmiðlamönnum mikla lexíu.

Þessi fréttaflutningur er þess eðlis að heimildir hljóta að hafa verið traustar og því greinilegt að Stöð 2 hefur treyst þeim algjörlega. Fróðlegt verður að sjá hvort þeim takist að drepa þennan orðróm og fá uppreisn æru eftir erfiða tíð að undanförnu.

Væntanlega er þetta frekar persónuleg barátta frekar en viðskiptaleg, enda varla hægt að deila um það að veldi feðganna er nær algjörlega hrunin hér heima.

mbl.is Stefna fréttastjóra og fréttamanni Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það verður gott fyrir þrotabússtjóra Björgólfs eldri að gera fjárnám í milljóninni verði Stöð2  dæmt til greiðslu. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband