Mun ríkisstjórnin breyta fyrirvörum án þingvilja?

Fjölmiðlarnir eru sem betur fer búnir að svipta hulunni af trúnaði ríkisstjórnarinnar við Breta og Hollendinga. Virðist aðallega um að ræða breytingu á einni grein.... ákvæðið um ártalið 2024 sem endalok málsins hvað varðar greiðslur.

Það ákvæði var eitt af þeim veigameiri sem tryggðu að málið gat farið í gegnum Alþingi. Ætlar stjórnin að lúffa með það ártal án þess að láta Alþingi ræða málið?Fyrirvararnir voru skýrir... annaðhvort fer málið í gegn óbreytt eða það fer fyrir þingið aftur til umræðu.

Á að keyra þetta í gegn eingöngu á fundi fjárlaganefndar? Eru það vinnubrögð sem við getum sætt okkur við?

Ég held ekki!

mbl.is Ekki „afsláttur" af fyrirvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Fyrirvararnir eru lög.  Til að breyta þeim þarf að breyta lögunum.  Einungis Alþingi gerir það.

Ef lög um ríkisábyrgð eru ekki uppfyllt þá einfaldlega er enginn ríkisábyrgð.  Ég get ekki séð að málið sé neitt flóknara.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 17.9.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bretar og hollendingar, vanir samningamenn, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna.

Reynum að klúðra ekki málum að nýju !

Áfram Ísland ekkert ESB !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband