Ögmundur brýnir hnífa - stjórnarkreppa í augsýn?

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, heldur áfram að nudda Steingrími og Jóhönnu upp úr afsögn sinni - grein hans túlkast varla nema sem vantraust á þeirra störf. Augljóst er að Ögmundur brýnir hnífa sína. Svona talar aðeins sá sem er í hefndarhug og ætlar að rétta sinn hlut af.

Augljóst er að stjórnin hefur engan starfhæfan þingmeirihluta ef Ögmundur og Liljurnar ætla að spila sóló í öllum málum. Í raun má segja að þau ætli að spila djarft og haga hlutum eftir eigin hag. Auðvitað var það rétt spá að Ögmundur yrði miklu erfiðari stjórnarparinu utan ríkisstjórnar - hann hefur fríspil.

Ég held að stjórnin sé að fjara út meðan Steingrímur er í Istanbúl. Væntanlega eru örlög hennar að ráðast með leikfléttu Ögmundar og Guðfríðar Lilju. Þau hafa rofið friðinn innan vinstri grænna og ætla greinilega ekki að gefa þumlung eftir í átökunum sem standa yfir.

Kannski mun Steingrímur koma heim í nýjan veruleika, svona rétt eins og Margaret Thatcher, en leiðtogaferill hennar fjaraði út eins og frægt er í Parísarferð í nóvember 1990. Þegar hún kom heim var öllu lokið.

mbl.is Ögmundur: Var stillt upp við vegg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einhvern veginn efast ég um þetta. Stjórnin þarf ekki stuðning þeirra í Icesave málinu. Íhaldið situr hjá og það dugar.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband