Þokkagyðjan Liz

Ekki verður um það deilt að Elizabeth Taylor er ein af skærustu stjörnum kvikmyndabransans. Hún lifði hátt, en hún átti sínar sorgir og sigra, skilnaðirnir eru fyrir löngu orðnir sögufrægir og umdeildir. Þessi forna barnastjarna og þokkadís hefur þó helst verið í fréttum fyrir veikindi sín og heilsuleysi síðustu ár. Hún hefur ekki leikið í mörg ár, en leiksigrar hafa þó fjarri því gleymst, þó margir muni eftir henni sem umdeildri stjörnu í sviðsljósinu.



Enda hver getur nokkru sinni gleymt senunni flottu í Ketti á heitu blikkþaki, hinni yndislegu mynd byggðri á sögu Tennessee Williams, þar sem hún fór á kostum með Paul Newman, en hún lék í myndinni á tímamótum í lífi sínu, rétt eftir að eiginmaðurinn Mike Todd fórst í flugslysi. Stóra umfjöllunarefnið var þar í senn ástin og dauðinn.



Risinn var eitt hinna ógleymanlegu meistaraverka undir lok gullaldartíðar Hollywood, sem lýsti hinum geysilegu þjóðfélagsbreytingum sem áttu sér stað í Texas, er það breyttist úr mikilvægu nautgriparæktarhéraði í stærsta olíuiðnarfylki Bandaríkjanna á fjórða og fimmta áratug 20. aldarinnar. Samleikur Liz með Rock Hudson og James Dean er rómaður, öll áttu þau stjörnuleik. Þetta var síðasta myndin hans Dean. Alveg yndisleg... og Liz túlkaði kjarnakonu í gegnum aldarfjórðung ævi hennar með bravúr.



Stóra perlan hennar er þó auðvitað Martha í Who´s Afraid of Virginia Woolf... leiftrandi og öflug í sjóðandi heitri mynd. Hrein snilld... og hver getur nokkru sinni gleymt þessari senu? Taylor og Burton, dýnamíska dúóið í stuði.

mbl.is Elizabeth Taylor í hjartaaðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má heldur gleyma samspili montgomery clift og hennar í A Place in the Sun, algjör klassík...

Gylfi (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

sammála þessu Stefán Friðrik,engin skrifar betur en þú um leikara og kvikmyndir liðina tíma/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.10.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband