Ábyrgðin mikla

Hvað svo sem segja má um Sigurjón Árnason og myrkraverk þeirra í Landsbankanum með Icesave er alveg ljóst að orð hans um ríkisábyrgðina og afleitan samning við Breta og Hollendinga eru allrar athygli verðar. Augljóst var að íslensk stjórnvöld sömdu herfilega af sér og gerðu mikil mistök, fyrst og fremst með því að setja viðvaninga í forystu samninganefndar sem hélt utan um eitt mikilvægasta mál lýðveldissögunnar.

Auðvitað er það líka rétt að ríkisábyrgðin varð ekki endanleg fyrr en þingið skrifaði upp á hana. Svo má auðvitað deila um það hvort við áttum að taka á okkur þessar skuldbindingar eða viðurkenna að skuldir óreiðumanna hafi verið þjóðarskuldir. Slíkt voru mikil mistök, ég er viss um að dómur sögunnar verður þungur yfir þeim þingmönnum sem samþykktu slíkt.

Hitt er svo annað mál að Sigurjón ber mikla ábyrgð - ég er viss um að hann mun þurfa að axla hana fljótlega.

mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veruleikafirring valdhafanna er óhugnanleg.  Jóhanna sendir norskum tölvupóst og spyr leiðandi spurninga, sem ég les nánast: 

Leiðinlegu frammarastubbarnir eru að segja að þið viljið endilega lána okkur fullt af pening og óþekktast við AGS - þið viljið það ekkert - er það nokkuð ?  Er það ekki alveg öruggt að  þið viljið örugglega ekkert lána okkur fullt af peningum, sem við viljum ekkert fá lánaða hjá ykkur, er það nokkuð ?   Hlakka til að sjá þig samherji - baæææ!

Svo kemur hún og segir:  Þeir vilja ekkert lána okkur - hana:  "sign on the dotted line" og svo kvitta.  Aaaaahhhh- loksins er það búið - þá erum við laus við þetta Icesave !

ersunnan (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband