Grjóti kastað úr glerhúsi

Greinilegt er að Gunnar Björnsson ætlar að taka slaginn við Karl Sigurbjörnsson, væntanlega með því að fara í mál. Væntanlega er það besta leiðin fyrir hann til að verjast ef hann telur sig geta snúið aftur til starfa á Selfossi eftir allt sem á undan er gengið. Vandséð er hvernig hann geti sameinað söfnuðinn að baki sér eftir hið umdeilda mál.

Staða hans hefur gjörbreyst. Reyndar hefur óeining og ólga einkennt verk Gunnars hvar sem hann hefur starfað - hann hefur sundrað söfnuðum en ekki styrkt þá. Og það víðar um land. En það er réttur hans að berjast vilji hann reyna að halda í brauðið á Selfossi.... þó hann hafi sundrað söfnuðinum.

mbl.is Viljum fá prestinn okkar aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er í vafa..Hvað er hann að hugsa blessaður?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Jón Sveinsson

SÆLL STEFÁN

VAR EKKI HALDIN RÁÐSTEFNA PRESTA EINHVERSTAÐAR FIRIR VESTAN, UM SIÐARREGLUR PRESTA OG HVORT ÆTTI AÐ GEFA SAMAN SAMKYNHNEIGÐA, ÞEIR HAFA EINS OG ALLTAF EKKI SKILIÐ ORÐ KRISTS. ER HANN LAS UPP BOÐORÐIN. ÞAÐ ERU NÓGU SKÍR BOÐORÐ FIRIR ÞESSA SKRUMSKJALA SEM ÞESSI PRESTASTÉTT ER, OG ÆTTU ÞEIR ALLIR MEÐ TÖLU AÐ SKAMMAST SÍN OG ALDREI AÐ SJÁST Á ALMANNARFÆRI.

Jón Sveinsson, 17.10.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er dapurlegt þegar menn sjá ekki sæng sína útbreidda.

Finnur Bárðarson, 17.10.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband