Aumingjaskapur og hugleysi vinstristjórnarinnar

Æ fleiri nýjar upplýsingar bætast við sem vekja spurningar hvers vegna íslenska vinstristjórnin er að beygja sig undir ægivald Breta og Hollendinga. Hugleysið og aumingjaskapurinn er algjör. EKki er einu sinni reynt að berjast, taka slaginn við stjórnvöld sem hafa barið okkur í duftið. Undirlægjuhátturinn virðist til þess eins að reyna að halda dyrunum til Evrópusambandsins opnum.

Ummæli Wouter Bos og Alistair Darling eru þess eðlis að við verðum að taka málið upp aftur - fara aftur í viðræður eða einfaldlega segja nei við þessu boði. Íslendingar eiga ekki að sætta sig við hvað sem er þegar fjármálaráðherrar Breta og Hollendinga hafa sjálfir látið falla ummæli sem viðurkenna að réttur okkar er til staðar í málinu.

Og hvað gerir og segir fjármálaráðherra Íslands? Jú þetta er svo erfitt og við eigum ekki að láta á þetta reyna... aumt er það. Hann er að verða eins og hornkarl úr gömlum þjóðsögum. Raunalegur og mæddur karl. Ætli menn hafi ekki verið nefndir gunga og drusla af minna tilefni.

mbl.is Vill að ráðherrar ræði við Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband