Stöð 2 slær af Kryddsíldina og fréttaannálinn

Ég heyrði það í dag að fréttastofa Stöðvar 2 hefði ákveðið að slá af Kryddsíldina, áramótaþáttinn með formönnum stjórnmálaflokkanna, og fréttaannálinn, á gamlársdegi, að þessu sinni. Kryddsíldin var vettvangur mikilla láta fyrir tæpu ári þegar mótmælendur, sem ansi margir nefndu skríl, réðust á Hótel Borg til að reyna að klippa á þáttinn og komast inn í salinn til formannanna.

Sigmundur Ernir, sem þá var svo áhyggjufullur stjórnandi yfir borðhaldi með síld og bjór, varð á árinu þingmaður Samfylkingarinnar, eins og flestir muna og fjarri góðu gamni, en hann var stjórnandi þáttarins í fjöldamörg ár.

Þó kryddsíldin hafi verið umdeild fyrir ári hefur hún þó verið fastur liður í áramótauppgjörinu - flestir horfðu á þáttinn. Ekkert áramótauppgjör verður því á Hótel Borg á þessum gamlársdegi af hálfu Stöðvar 2.

Væntanlega er þetta bara sparnaður hjá illa stöddu fyrirtæki. Undarlegt er þó að fréttastofa hafi ekki meiri metnað en svo að slá bæði af áramótaþátt sinn og fréttannál á áramótum.

Ekki mikill metnaður á þeim bænum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband