28.10.2006 | 20:44
Spennandi lokastundir talningar í Valhöll
Mikil spenna er nú í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, þar sem líður nú að lokum talningar í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Allt frá kl. 18:30 í kvöld hefur Guðlaugur Þór Þórðarson verið í öðru sæti og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, í hinu þriðja, en í fyrstu tölum var staðan sú að Björn var annar. Staðan hefur rokkast meira en það eftir því sem liðið hefur á kvöldið, en Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, sem var í sjötta sæti, hækkaði sig upp í hið fimmta kl. 19:30 og höfðu hann og Ásta Möller þá sætaskipti. Mjög litlu munar í talningunni um annað, fimmta og tíunda sætið, en Sigríður Á. Andersen og Dögg Pálsdóttir takast á um hið tíunda.
Eins og ég sagði í bloggfærslu minni hér um sjöleytið er mesta spennan um annað sætið. Svo hefur verið allt frá fyrstu tölum fyrir tæpum þrem klukkutímum og verður þar til að yfir lýkur. Ef marka má viðtal Stöðvar 2 við Björn Bjarnason fyrir rúmum klukkutíma er mikil óvissa uppi um hvort að hann taki þriðja sætið, fari svo að hann nái ekki markmiði sínu um annað sætið. Hefur hann eftir það ekki tjáð sig við fjölmiðlamenn og er óvissa uppi í þeim herbúðum. Mikla athygli hefur vakið að Björn fór ekki í Valhöll til að fylgjast með talningu en dvaldi þess í stað að kosningaskrifstofu sinni að Skúlagötu 51.
Sigurvegarar kvöldsins eru án nokkurs vafa þau Illugi og Guðfinna, sem komast alveg ný inn í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafandi aldrei farið í framboð áður.
Áhugaverðar verða næstu klukkustundir og ekki síður eftirleikurinn er úrslitin verða greind. Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum efstu manna við úrslitum.
![]() |
Uppröðun óbreytt þegar 5.512 atkvæði hafa verið talin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2006 | 19:38
9 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA

9 gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem haldið verður laugardaginn 25. nóvember nk. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag en kjörnefnd kom saman í dag til að ganga frá öllum hliðum mála.
Þeir sem gefa kost á sér eru:
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði,
Björn Jónasson, innheimtustjóri, Fjallabyggð,
Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri, Langanesbyggð,
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri,
Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum,
Sigríður Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri, Fjallabyggð,
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, Húsavík,
Steinþór Þorsteinsson, háskólanemi, Akureyri,
Þorvaldur Ingvarsson, læknir, Akureyri.
Það vekur verulega athygli að ekki skuli nema níu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu stóra kjördæmi. Það vekur miklar spurningar í huga mér að við skulum ekki vera með fjölmennara prófkjör en t.d. Samfylkingin er með og það stefnir t.d. í að fleiri gefi kost á sér hjá vinstri grænum í forvali heldur en hjá okkur.
Þetta er allt mikið umhugsunarefni. Það er t.d. mjög merkilegt að ekki skuli nema tveir Austfirðingar gefa kost á sér, en það er nákvæmlega sama staða og blasti við hjá Samfylkingunni. Þetta er í heild sinni allt mjög merkilegt og margt sem fer í gegnum huga mér við að líta á þessa stöðu mála sem nú kemur í ljós.
Það er greinilegt að margir leggja ekki í að halda til prófkjörs. Þar ræður margt eflaust. Ég fyrir mitt leyti ákvað að gefa ekki kost á mér af mjög mörgum ástæðum. Það er ljóst að prófkjör af þessu tagi er dýrt með þeim formerkjum sem eru í prófkjörsreglum okkar og svo er við ramman reip að draga fyrir nýliða. Þetta telst enda nokkur hákarlaslagur.
En þetta er staða mála. Hún er mjög umhugsunarverð fyrir einstakling eins og mig allavega, sem hef lengi starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook
28.10.2006 | 18:46
Stefnir í spennandi talningu í prófkjörinu

Það stefnir í spennandi kvöld í Valhöll þar sem talning fer nú fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í fyrstu tölum kl. 18:00 var Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, í öðru sætinu en í öðrum tölum kl. 18:30 hafði Guðlaugur Þór Þórðarson færst upp í annað sætið og Björn fallið niður í það þriðja. Meðal helstu sigurvegara prófkjörsins eru greinilega Guðfinna S. Bjarnadóttir og Ásta Möller, sem eru eftir fyrstu og aðrar tölur í fjórða og fimmta sætinu. Í sjötta sætinu er Illugi Gunnarsson og í sætunum fyrir neðan eru Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Sigríður Ásthildur Andersen.
Það er greinilegt að Guðfinna er stærsti sigurvegarinn að þessu sinni. Hún fær mjög góða kosningu í forystusveitina og sama gildir um Ástu, sem hækkar sig um fjögur sæti frá prófkjörinu árið 2002. Pétur Blöndal fellur um þrjú sæti og Sigurður Kári um eitt sæti. Birgir hækkar sig hinsvegar um eitt sæti frá síðasta prófkjöri. Mikla athygli vekur að Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, er í ellefta sætinu, en hún sóttist eftir fjórða sætinu. Svo er merkilegt að Grazyna M. Okuniewska er í tólfta sætinu. Þetta eru mjög sterkir listar og greinilegt að úr prófkjörinu kemur sigurstranglegur hópur fólks.
Átökin verða greinilega um annað sætið og verður spennandi að fylgjast með talningunni fram á kvöldið, en úrslit munu væntanlega að fullu ljós fyrir miðnættið.
28.10.2006 | 16:24
Greinaskrif um hlerunarmálin

Enn er fátt meira talað um en hlerunarmálin. Í dag birtast Morgunblaðsgreinar um þau mál eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, og Guðna Th. Jóhannesson, sagnfræðing. Vekur sérstaka athygli að lesa grein Jóns Baldvins, sem birtist á síðari kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þar er greinilega ráðist að Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, með frekar lágkúrulegum hætti. Tímasetningin telst vart tilviljun fyrir okkur sem fylgjumst með stjórnmálum. Þetta kemur sem eðlilegt framhald af vandræðalegri afneitun vinstrimanna við ummælum Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, á fundi í Valhöll um síðustu helgi.
Björn fer yfir þessi mál nokkuð vel í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur vel fram skoðun hans á greinaskrifum Jóns Baldvins. Augljóslega eru þau sett fram til að reyna að veikja Björn á þessum degi og allt tal Jóns Baldvins í Silfri Egils um daginn að vinstrimenn hefðu ekki ráðist að Birni verður sem hjóm eitt við þessa merkilegu Moggagrein. Birni gefst skiljanlega ekki færi til að svara þessum greinaskrifum á sama vettvangi fyrr en eftir helgina en hann allavega fer yfir málið í fyrrnefndum pistli á vefnum. Mér finnst skrif og taktar Jóns Baldvins í öllu þessu máli mjög kostulegir, það verður ekki annað sagt svosem. Undarlegar tiktúrur.
Enn fróðlegra er að lesa grein Guðna Th. í Mogganum í dag. Þar fer hann yfir málið með hóflegri og fræðilegri hætti, eins og hans er von og vísa. Þar eru ekki máttlausar upphrópanir mannsins í eyðimörkinni, heldur eðlilegar hugleiðingar manns sem fræðilega skrifar af vandvirkum hætti. Þar kemur margt fróðlegt líka fram. Sérstaklega fannst mér athyglisvert að sjá mat hans á gögnum sem eigi að gefa til kynna að Ólafi Jóhannessyni, forsætis- og dómsmálaráðherra árin 1971-74, hafi verið kunnugt um flesta þætti í starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar.
Fátt hefur verið meira rætt seinustu vikurnar en hvaða ráðherra vissi hvað á þessum árum. Mikið hefur verið rætt um hvað dómsmálaráðherrar sögunnar vissu. Það eru mikil tíðindi að Ólafur, sem var formaður Framsóknarflokksins 1968-1979, hafi vitað af þessari öryggisþjónustu, en eins og kunnugt er var hún sett á fót af Hermanni Jónassyni árið 1939. Það er merkilegt að heyra talið um leyniþjónustu Sjálfstæðisflokksins sé litið til nafna þessara tveggja manna, sérstaklega Hermanns sem kom henni á fót.
En umræðan heldur áfram og fróðlegt að lesa þessar tvær greinar, sem eru verulega ólíkar að öllu leyti, um hlerunarmálin yfir kaffibollanum á þessum laugardegi.
28.10.2006 | 15:03
The Departed

Það er ekkert sem er eins notalegt fyrir sannan kvikmyndaunnanda og að sjá meistaraverk, kvikmynd sem er að öllu leyti nær fullkomin. Það er notalegt að sjá tvær svona myndir í bíó á innan við viku. Ég heillaðist enda mjög í byrjun vikunnar við að sjá Mýrina. Það var mjög notalegt að fara í bíó í gærkvöldi og sjá kvikmyndina The Departed, nýjustu úrvalsmynd Martin Scorsese. Ég hika ekki við að segja að hér er um að ræða bestu kvikmynd hans í háa herrans tíð, allt frá dögum Goodfellas, sem er ein þeirra kvikmynda sem mótuðu mig og sennilega okkur öll sem metum kvikmyndalistina mikils. Það var sannkölluð eðalmynd, sem mótaði kvikmyndasöguna.
The Departed er ein besta kvikmynd ársins, það sem af er liðið hið minnsta. Þetta er enn ein snilldin á leikstjóraferli Scorsese. Ég hafði virkilega gaman af þessari mynd og naut hennar, hafði lengi beðið eftir henni, vissi að hún væri virkilega góð og lofuð víða um heim. Hún stendur svo sannarlega undir öllum væntingum. Þegar er talað um fjölda óskarstilnefninga og margir telja hana eina bestu mynd leikstjórans. Ég tek undir það lof, hef lengi verið aðdáandi mynda hans, á þær flestar og met mikils. Þessi er meðal bestu kvikmynda Scorsese. Hinsvegar eru Raging Bull og Goodfellas algjörar uppáhaldsmyndir mínar af hans verkum.
Myndin er mjög þéttur og vandaður pakki. Þetta er eðalmynd, sem hentar sérstaklega vel fyrir sanna kvikmyndaunnendur. Það eru verulega fáir veikleikar sem ég finn að við þessa mynd þegar yfir heildina er litið. Allt virkar vel og smellur vel saman að mínu mati; heildarmyndin, leikur, handrit, tónlist og umbúnaður. Um er að ræða sameiningu allra þátta í glæsilega kvikmynd, sem telst framúrskarandi. Fáum leikstjórum hefur tekist betur en Martin Scorsese að fanga athygli kvikmyndaunnenda og jafnframt að ná fram því allra besta frá leikurum sínum, oftar en ekki hafa leikframmistöður í myndum hans hlotið óskarsverðlaunatilnefningar.
Sterkasti þáttur myndarinnar er einmitt leikurinn. Það er aðall leikstjórans að nostra við leikara sína og vinna vel með þeim. Það tekst í þessari mynd svo um munar. Allir leikarar skila glæsilegri leikframmistöðu. Meistari Jack Nicholson er auðvitað fremstur í þeim flokki, en hann gerir allar senur sem hann leikur í algjörlega að sínum. Nicholson er einn besti leikari sinnar kynslóðar og bætir enn einni flottri túlkuninni í safnið þarna. Matt Damon og Leonardo DiCaprio eru mjög góðir í túlkun sinni á Billy og Colin. Þeir fara vel með sitt. Svo eru Martin Sheen, Ray Winstone og Alec Baldwin flottir. Vera Farmiga er senuþjófurinn í hlutverki Madolyn.
Að mínu mati er hver einasta sena í þessari mynd gulls ígildi og þetta er skemmtun frá upphafi til enda, fyrir sanna kvikmyndaunnendur. Scorsese allt að því endurmótar glæpamyndaheiminn með þessari mynd. Hún er fersk og helst í flottri keyrslu allt til enda. Allt kemst vel til skila og kvikmyndatakan er sérlega vel heppnuð, tryggir flotta keyrslu og spennu allan tímann. Þetta er sjónræn skemmtun ofan á allt annað. Þannig að ég sé fáa galla á The Departed. Hún hefur alla burði til að heilla þá sem fara að sjá hana í bíó, hvort sem þeir eru sannir unnendur kvikmynda Scorsese, eða hinna sem halda í bíó hafandi enga mynd hans séð.
Þetta er kvikmynd sem ætti að vera skemmtun fyrir þá sem vilja bæði sjá flotta mynd og hina sem meta kvikmyndalistina mjög mikils. Allt smellur vel saman og tryggir glæsilega heildarmynd og fína afþreyingu; persónugallerí, söguþráður, ofbeldi, stíll og samtöl, ofan á bara adrenalínkikk þeirra sem fíla sanna spennu í sinni bestu mynd. Þannig að ég hvet alla til að líta á hana í bíó. Þetta er mynd sem heillaði mig allavega - sannarlega eðalræma í sinni bestu mynd.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2006 | 12:35
Spenna hjá Samfylkingunni í Norðvestri

Prófkjör Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fer fram nú um helgina og má vænta úrslita annað kvöld. Það hefur stefnt í spennandi prófkjör þar eftir að Jóhann Ársælsson, leiðtogi flokksins í kjördæminu, tilkynnti að hann gæfi ekki kost á sér að nýju. Það er reyndar mjög opin staða fyrir Samfylkinguna þarna, enda á flokkurinn aðeins einn þingmann að auki Jóhanns; Önnu Kristínu Gunnarsdóttur. Samfylkingin varð fyrir verulegu áfalli þar í kosningunum 2003 með þeim úrslitum, enda lengi verið spáð 3-4 þingsætum. Auk þess varð vandræðalegt fyrir flokkinn er Gísli S. Einarsson, fyrrum alþingismaður, sagði skilið við flokkinn á þessu ári.
Fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í kjördæminu og taka við af Jóhanni Ársælssyni. Þar fer auðvitað fremst í flokki þingmaðurinn Anna Kristín og auk hennar þeir Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi á Ísafirði, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, Sveinn Kristinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi og sr. Karl V. Matthíasson. Það vekur athygli að presturinn Karl stígi aftur inn í stjórnmálin. Hann tók sæti Sighvats Björgvinssonar á Alþingi er Sighvatur varð framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands árið 2001. Honum bauðst að skipa fjórða sæti framboðslistans árið 2003 í uppstillingu en afþakkaði það og hætti í pólitík.
Sérstaklega verður spennandi að sjá hvernig Sveini gengur, en hann var lengi valdamikill stjórnmálamaður á Akranesi, en missti völdin eftir kosningarnar í vor. Það varð gríðarlegt áfall fyrir hann að Gísli, félagi hans, skyldi yfirgefa flokkinn og verða bæjarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Svo er staða Guðbjarts væntanlega sterk og svo verður fróðlegt að sjá stöðu nýliðans Sigurðar, sem er af kunnum verkalýðsættum á Ísafirði og leiddi Í-lista vinstrimanna í kosningum í vor, en náði ekki tilsettum árangri. Öll hafa þau sterka stöðu á sinn hvern hátt og fróðlegt að sjá hver verður hlutskarpastur og leiðir flokkinn á þessum slóðum að vori.
Ekki er síðri baráttan um næstu sætin, en um 2. - 3. sætið berjast þær Bryndís Friðgeirsdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi á Ísafirði og Helga Vala Helgadóttir, fjölmiðlakona og laganemi, sem er dóttir leikarahjónanna Helga Skúlasonar og Helgu Bachmann, en hún er eiginkona Gríms Atlasonar, bæjarstjórans í Bolungarvík, og systir Skúla Helgasonar, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Auk þeirra eru í kjöri Ragnhildur Sigurðardóttir, lektor á Hvanneyri, Benedikt Bjarnason, nemi við Háskólann á Bifröst, Einar Gunnarsson, kennari og Björn Guðmundsson, smiður.
Eftir því sem mér skilst er hvergi nærri sjálfgefið að Anna Kristín fái leiðtogastöðuna, þó þingmaður sé, enda hefur hún þótt gríðarlega litlaus og lítt áberandi á þingi. Fjöldi nýrra frambjóðenda til forystu staðfestir vel þá staðreynd að hún hafi ekki afgerandi stöðu nema þá á heimaslóðum í Skagafirði, en hún er greinilega þeirra kandidat til forystunnar. En já, það eru fimm í leiðtogakjöri - af því leiðir að ekkert er öruggt í þessum efnum og mikil spenna framundan í dag og á morgun, fram að fyrstu tölum.
Það er altént ljóst að beðið verður eftir fyrstu tölum með mikilli eftirvæntingu. Það verður fróðlegt að sjá hverjum Samfylkingarfólk í kjördæminu felur leiðtogastólinn við brotthvarf Jóhanns Ársælssonar úr stjórnmálum.
![]() |
Prófkjör Samfylkingar í NV-kjördæmi hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2006 | 00:08
Prófkjörið í Reykjavík - hinir tíu réttu

Prófkjörsslagurinn í Reykjavík er liðinn. Ég hef svolítið hugleitt síðustu daga hvort ég ætti að gefa upp þann lista sem ég myndi kjósa væri ég með lögheimili í Reykjavík. Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að segja hverja ég myndi kjósa væri ég þar staddur. Suma hef ég lýst yfir stuðningi við hér á vefnum og sumir frambjóðendur hafa óskað eftir nafni mínu í auglýsingar og það hefur verið auðsótt af minni hálfu, enda á ég marga góða vini í flokksstarfinu fyrir sunnan, vini sem ég hef viljað styðja opinberlega með ýmsum hætti. Það er fólk sem á stuðning skilið af minni hálfu.
Sjálfur hef ég skoðanir á því hverja ég myndi styðja, enda alla tíð verið vanur að hafa skoðanir á málunum. Ég lít enda svo á að þessi vefur minn sé lifandi vettvangur skoðana einstaklings sem hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og ekki síður að stúdera málin, bæði stjórnmál og önnur þjóðmál. En já, ég birti listann hér með og vísa á vefi þessara frambjóðenda í leiðinni, þeirra sem yfir höfuð hafa vefsíðu á netinu. Flestir frambjóðendur hafa notað netið af krafti í baráttunni og eiga auðvitað hrós skilið fyrir að hafa notað netið með líflegum hætti.
Ég skal taka það þó skýrt fram að ég myndi styðja Björn Bjarnason í annað sætið væri ég að kjósa fyrir sunnan. Ekki hefur annað verið talað um en að sumir geti ekki sagt hvern þeir styðji í annað sætið. Ég held annars að allir sem þekkja mig viti vel að ég met Björn mikils og hann á stuðning skilið frá mér allavega. En já, hér er listinn yfir þessa tíu, hann er í stafrófsröð eins og flestir sjá væntanlega.
Ásta Möller
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 23:00
Góð kjörsókn í prófkjöri í Reykjavík

Hátt í þrjú þúsund manns greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fyrri kjördegi. Kosning fór aðeins fram í Valhöll í dag, en á morgun verður kosið á sjö stöðum í átta kjördeildum. Þetta er þó mun minni kjörsókn en var á fyrri kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem haldið var dagana 4. og 5. nóvember 2005. Það verður fróðlegt að sjá hvernig kjörsókn gengur á morgun, en væntanlega munu fleiri kjósa þá, rétt eins og bæði í prófkjörinu vegna þingkosninganna í nóvember 2002 og fyrrnefnds prófkjörs. Prófkjör flokksins í nóvember í fyrra er fjölmennasta prófkjör sem haldið hefur verið hérlendis.
Nokkur spenna verður væntanlega í Valhöll kl. 18:00 annaðkvöld þegar að Þórunn Guðmundsdóttir, lögfræðingur og formaður kjörnefndar, mun lesa fyrstu tölur í prófkjörinu. Eftir það verða tölur lesnar á hálftímafresti þar til að úrslit verða ljós væntanlega um eða eftir 22:00 annaðkvöld. Þetta er mjög spennandi prófkjör, einkum vegna þess að óvissan er mikil. Sjö þingmenn taka þar þátt, en þrír af þeim sem voru í tíu efstu sætum hafa tekið ákvörðun um að hætta í stjórnmálum. Davíð Oddsson hætti í stjórnmálum fyrir rúmu ári og þau Sólveig Pétursdóttir og Guðmundur Hallvarðsson hafa ákveðið að fara ekki fram í kosningunum að vori og hætta þá þingmennsku.
Alls taka 19 þátt í prófkjörinu og má búast við spennandi talningu á morgun, enda öllum ljóst að nokkrir frambjóðanda hafa verið áberandi í prófkjörsbaráttunni og stefna hátt, þegar í fyrstu atrennu. Það verður því bæði fróðlegt að sjá hvernig þingmönnunum mun ganga og ekki síður nýliðunum. Það má altént fullyrða að þetta verði eitt af mest spennandi prófkjörum hérlendis síðustu árin, enda hefur baráttan verið nokkuð hörð og litrík.
![]() |
2.734 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2006 | 16:20
Hörð leiðtogabarátta að hefjast
Prófkjörsslagur sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi er að hefjast þessa dagana af greinilegum krafti. Það er mjög notalegt að standa temmilega utan við mesta hasarinn og geta skrifað af krafti hér frá öllum hliðum um þann hasar og skemmtilegheit sem framundan er í þessu. Flest eigum við von á kraftmiklum slag með hæfilegum hasar og átökum. Búast má við að leiðtogaframbjóðendurnir Arnbjörg Sveinsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Þorvaldur Ingvarsson þurfi að vinna með miklum krafti fyrir leiðtogastöðunni í kjördæminu og allt verði lagt í sölurnar, enda eftir miklu að sækjast þegar að leiðtogastóll Halldórs Blöndals er annars vegar, forystusæti í flokksstarfinu.
Við blasir að allir frambjóðendurnir þurfi að kynna persónu sína, stefnumál og áherslur sínar vel fyrir kjósendum í prófkjörinu. Ennfremur má búast við verulegri smölun inn í flokkinn. Ekki hefur verið prófkjör í landsmálum hér í norðurhluta kjördæmisins frá árinu 1987 og í austurhlutanum frá árinu 1999, svo að það verður tekist á af hörku, mikið smalað og barist grimmt um atkvæðin. Væntanlega munu allir leiðtogaframbjóðendurnir opna heimasíður, eða annað getur varla verið í svona harðri baráttu en að þar séu heimasíður um að ræða, þar sem frambjóðendur geta milliliðalaust skrifað til kjósenda og flokksmanna. Það er hin eina sanna miðstöð baráttu á okkar tímum.
Það blasir við að flestir prófkjörsframbjóðendur stefna að því að opna kosningaskrifstofu. Þegar hafa Kristján Þór og Þorvaldur lagt drögin að opnun á skrifstofum og heyrst hefur að Ólöf Nordal, prófkjörsframbjóðandi frá Fljótsdalshéraði, hafi fest sér pláss á góðum stað í miðbænum. Greinilegt er að Ólöf kemur fram í baráttuna af krafti, ákveðin og einbeitt, stefnir hiklaust að öruggu þingsæti. Mikið er rætt um það hvort að Austfirðingar séu samstíga um stuðning við Arnbjörgu, sem verið hefur þingmaður þeirra frá árinu 1995. Af framgöngu og ákveðni Ólafar að dæma virðist hún ekki mikið hugsa um hag Arnbjargar heldur vinnur af krafti á eigin vegum við að tryggja sig í sessi.
Kristján Þór hefur fest sér pláss á mjög sterkum stað í bænum þar sem stórt verslunarhúsnæði var áður til húsa og er kominn á fullt í hönnunar- og markaðsvinnu framboðs síns. Sama gildir um Þorvald sem stefnir á opnun heimasíðu og kosningaskrifstofu á allra næstu dögum. Ekki veit ég um stöðu Arnbjargar, en væntanlega hlýtur hún að stefna á að opna einhverja kosningamiðstöð og opna heimasíðu. Það virðist vera að flestir frambjóðendur ætli í slaginn af mikilli alvöru, enda eftir miklu að sækjast. Það blasir enda við að fólk fer vart í svona slag nema að eyða í það miklum peningum og leggja alla sína vinnu og kraft sinn til verksins. Þetta er mikil vinna.
Það stefnir í spennandi átök hér á næstu vikum. Á morgun ræðst endanlega hverjir eru í kjöri, þegar að kjörnefnd hittist til að ganga frá öllum hliðum mála. Jafnframt ræðst hvort frambjóðendum verði bætt í hópinn eður ei. Við sjáum allavega við Akureyringar hér að okkar frambjóðendur hér leggja mikla peninga og kraft í verkefnið og stefna hátt, enda ekki óeðlilegt að við viljum okkar fulltrúa á þing og til áhrifa. Það er algjörlega ótækt ástand að enginn Akureyringur sé á þingi og mikilvægt að tryggja að það breytist með þessu prófkjöri.
27.10.2006 | 15:09
Hörð barátta framundan hjá Halldóri
Það blasir við að hörð kosningabarátta mun verða um embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. Íslensk stjórnvöld hafa tilnefnt Halldór Ásgrímsson, fyrrum utanríkis- og forsætisráðherra, til starfans af okkar hálfu. Fyrirséð er að hörð barátta verði milli hans og Jan-Erik Enestam, umhverfisráðherra Finnlands, um embættið, en hann hefur verið ráðherra um árabil og var t.d. varnarmálaráðherra á árunum 1999-2003. Það er ljóst að ekki getur Enestam og Finnarnir einvörðungu bent á reynslu hans úr þeirri átt, enda hefur Halldór mun lengri ráðherraferil að baki og verið mjög áberandi í norrænni pólitík.
Það ræðst á Norðurlandaráðsþingi í næstu viku hvor fær hnossið. Halldór hefur þegar fengið mikilvægan stuðning Norðmanna til embættisins og ekki er óvarlegt að ætla að hann hafi stuðning Dana, enda er miðjuflokkurinn Venstre, systurflokkur Framsóknarflokksins, þar við völd. Spurning er hvernig Svíar líti á stöðu mála. Það verður því að teljast að staða Halldórs er góð í þessum efnum og gæti það hjálpað honum að miðjumenn standa sterkt á Norðurlöndum um þessar mundir. Altént mun stuðningur Norðmanna við hann fara langt með að tryggja honum embættið.
Fari svo að Halldór Ásgrímsson verði framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar mun hann verða staðsettur í Kaupmannahöfn og flytja því þangað. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer í þessum efnum. Víðtæk reynsla og þekking Halldórs Ásgrímssonar úr stjórnmálum mun skipta máli, auk þess að aldrei hefur Íslendingur gegnt embættinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 13:40
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafið

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hófst á hádegi. Kosið verður bæði í dag og á morgun, en í dag verður kjörstaður aðeins í Valhöll. Það stefnir í spennandi kosningu og verður fróðlegt að sjá fyrstu tölur, en þær munu liggja fyrir nákvæmlega kl. 18:00 er kjörstaðir loka. Þá mun Þórunn Guðmundsdóttir, formaður kjörnefndar, lesa fyrstu tölur og munu tölur liggja svo fyrir á hálftímafresti allt þar til að yfir lýkur og úrslitin verða formlega ljós. Það er jafnan gaman að fylgjast með svona talningu en mikil spenna og stemmning var yfir prófkjörum Sjálfstæðisflokksins, bæði vegna þingkosninga haustið 2002 og borgarstjórnarkosninga í nóvember í fyrra.
Í kjöri í prófkjörinu eru: Ásta Möller, Birgir Ármannsson, Björn Bjarnason, Dögg Pálsdóttir, Geir H. Haarde, Grazyna M. Okuniewska, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson, Jóhann Páll Símonarson, Kolbrún Baldursdóttir, Marvin Ívarsson, Pétur H. Blöndal, Sigríður Andersen, Sigurður Kári Kristjánsson, Steinn Kárason, Vilborg G. Hansen, Vernharð Guðnason og Þorbergur Aðalsteinsson. 19 eru því í kjöri. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember 2002 vegna þingkosninga þá voru 17 í kjöri, en t.d. voru 24 í prófkjöri flokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í fyrra. Kjósendur geta valið 10 úr þessum 19 manna hópi.
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sækist einn eftir fyrsta sætinu og því ekki spenna um það, enda hefur formaðurinn ekki háð kosningabaráttu. Fyrirfram er mesta spennan milli Björns Bjarnasonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um annað sætið, sem er leiðtogastóll í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Auk þeirra er Pétur Blöndal í kjöri um það sæti, en flestir telja þó slaginn standa milli fyrrnefndra. Tekist er á af krafti ennfremur um þriðja sætið, en þar eru í kjöri Ásta, Birgir, Guðfinna, Illugi og Pétur. Um fjórða sætið takast svo þau Dögg og Sigurður Kári. Fyrirfram má telja mestu spennuna um þessi sæti.
Annars er nær ómögulegt að spá um hvernig staðan verður í dagslok á morgun. Fyrirfram má þó telja þingmennina sjö standa vel að vígi en þó er öllum ljóst að nýliðar geta komist í hóp þingmannanna. Vonandi fer það svo að góðir nýliðar komast ofarlega í bland við reynslumikla þingmenn. Þarna er öflugt og gott fólk í kjöri og erfitt val fyrir margan flokksmanninn þegar að hann heldur til að kjósa í dag og á morgun.
Vonandi munu góðir listar myndast með þessu prófkjöri og Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til muna í borginni í kosningunum. Nú hefur flokkurinn níu þingmenn í kjördæmunum tveim í Reykjavík, en á ekki að sætta sig við neitt minna en 10-11 að vori. Vonandi verða sóknarfæri til þess með góðum framboðslistum.
![]() |
Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer vel af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2006 | 12:32
Stefnir í góða bíóhelgi

Það stefnir í flotta og góða bíóhelgi, eins og svo oft áður. Seinustu helgar hafa verið annasamar, með kjördæmisþingi og málefnaþingi SUS, sem var skemmtun og málefnavinna í flottu blandi. En nú verða rólegheitin. Stefni að því að fylgjast vel með úrslitum prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer í dag og á morgun. Það verða fróðleg úrslit, sem beðið er eftir með þónokkurri spennu. Það verður áhugavert að skrifa um og greina þau úrslit, þegar að þau taka að streyma inn af krafti er rökkvar annaðkvöld.
Stefni á að fara já í bíó í kvöld. Nú er The Departed, nýjasta mynd meistara Martin Scorsese, loksins komin í bíó og ég ætla svo sannarlega ekki að missa af henni. Hún hefur fengið rosalega flotta dóma og greinilega vel þess virði að skella sér í kvöld, fá sér svo auðvitað allt hið ekta bíófóður; popp, kók og Nóa kropp. Þarna eru þeir saman; Jack Nicholson, Leonardo DiCaprio og Matt Damon. Hefur verið mikið talað um þessa eðalmynd og orðrómurinn um slatta af óskarstilnefningum þegar kominn af stað.
Þakka annars þeim lesendum sem sendu mér komment á umfjöllun mína um kvikmyndina Mýrina. Hafði gaman af að skrifa um hana og naut hennar mjög í bíói á mánudaginn, enda er þetta stórfengleg og ekta íslensk úrvalsmynd sem vert er að mæla með. Hver veit nema að maður skelli sér hreinlega bara aftur um helgina og horfi á hana. Hún er svo sannarlega vel þess virði.
27.10.2006 | 11:39
Eiður leiðréttir Ólaf Ragnar í Kastljósi

Eiður Guðnason, fyrrum umhverfisráðherra, var gestur í Kastljósi í gærkvöldi og fór þar yfir ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í afmælisþætti Ríkissjónvarpsins þann 30. september sl. þess efnis að Ríkissjónvarpið hefði í árdaga verið nokkurs konar þjónustustofnun fyrir valdhafa og sjálfstæði fréttamanna verið lítið.
Eiður Guðnason var mjög ósáttur við þessi ummæli og virtist ekki vera mjög sammála forsetanum og gerði mjög lítið úr tali hans. Eiður var einn af fyrstu fréttamönnum Sjónvarpsins og einn þeirra þekktustu í árdaga íslensks sjónvarps. Hann starfaði þar á árunum 1967-1978 og þekktur fyrir störf sín á þeim vettvangi.
Eiður varð síðar stjórnmálamaður sjálfur, en hann var alþingismaður árin 1978-1993 og umhverfisráðherra 1991-1993. Hann var sendiherra á árunum 1993-2006, en hefur nú nýlega látið af störfum. Eiður var mjög afdráttarlaus í sínu tali í viðtalinu. Hann sagði forsetann hafa farið með rangt mál og sagðist sjálfur telja mikilvægt að hafa þessi mál rétt.
Sjálfur hefði hann starfað hjá Sjónvarpinu nær allan byrjunartíma stofnunarinnar og aldrei fundið þann anda sem forsetinn lýsti. Í viðtalinu við Ólaf Ragnar kom fram það mat hans að hann sjálfur hefði breytt þessum anda með byltingarkenndum hætti. Ekki var að heyra á Eið að hann væri sammála því.
Þetta var fróðlegt og gott viðtal og vert að benda á það hér með.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 23:31
Sápuópera ríka fólksins

Kostulegt að lesa þessar fréttir um ættleiðingu Madonnu á þessu blessaða barni. Einn fjölmiðlasirkus í heild sinni öll þessi umfjöllun. Það gildir reyndar um flestar fréttir af ríka fólkinu. Fyndnast af öllu er væntanlega að lesa um leðjuslag McCartney-hjónanna sem láta orðið eins og Rose-hjónin í kvikmyndinni The War of the Roses (hafiði ekki séð þá eðalræmu annars?). Þvílíkur skilnaður. Það vissu reyndar flestir að fröken Mills var flagð undir fögru skinni en Paul blessaður komst ekki að því fyrr en hún reyndi að hrifsa af honum helminginn af ævistarfinu. Skondinn sápuóperuheimur hinna ríku, ekki satt?
![]() |
Faðir drengsins sem Madonna ættleiddi styður nú ættleiðinguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 21:17
Lieberman á sigurbraut í Connecticut
Flest bendir nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Joe Lieberman muni hljóta öruggt endurkjör í Connecticut í þingkosningunum sem fram fara eftir tólf daga. Hefur hann haft forskot nær alla kosningabaráttuna og hefur það aukist nú hina síðustu daga. Lieberman hefur verið öldungadeildarþingmaður fylkisins allt frá árinu 1989 og nær allan þann tíma alveg óumdeildur sem slíkur og hlotið endurkjör í tveim kosningum, árin 1994 og 2000. Jákvæð afstaða Lieberman til Íraksstríðsins og stuðningur hans við ákvarðanir Bush-stjórnarinnar fyrir og eftir stríðið leiddi til víðtækrar óánægju með störf hans meðal íbúa í fylkinu og staða hans varð ótrygg.
Svo fór að lítt kunnur viðskiptamaður að nafni Ned Lamont ákvað að gefa kost á sér gegn honum. Framan af þótti hann ekki eiga séns gegn hinum víðreynda og vinsæla Lieberman sem var einn af forystumönnum flokksins á landsvísu. Á nokkrum mánuðum breyttist staðan. Svo fór að Lamont tókst að fella Lieberman í forkosningunum og ná útnefningu flokksins í þessu örugga vígi hans. Flestir töldu eftir tapið að Lieberman myndi lamast sem stjórnmálamaður. Allar stjörnur demókrata sem studdu hann snerust yfir til Lamont og flokksmaskínan sem malaði gegn Lamont varð að vinna fyrir hann. Lieberman hélt ótrauður sínu striki og boðaði óháð framboð á eigin vegum.
Lamont hefur aldrei náð alvöru forskoti á Lieberman síðan og nú stefnir í að hann tapi sjálfum kosningunum, þó formlegur flokksframbjóðandi demókrata sé. Tap Lieberman voru mikil tíðindi, enda var hann einn af helstu forystumönnum flokksins á landsvísu. Hann var útnefndur af Al Gore sem varaforsetaefni hans í forsetakosningunum 2000. Með því komst hann á spjöld sögunnar, enda fyrsti gyðingurinn í forystu forsetaframboðs annars af stóru flokkunum. Kosningabaráttan var jöfn og æsispennandi. Að lokum fór það svo að Gore og Lieberman urðu að gefast upp. Þar munaði aðeins hársbreidd að Lieberman yrði fyrsti gyðingurinn á varaforsetastól landsins.
Það verður gríðarlegt áfall fyrir Demókrataflokkinn og Ned Lamont ef flokkurinn tapar í Connecticut. Fátt virðist hafa gengið Lamont í hag í átökunum sjálfum, handan forkosninganna meðal flokksmanna. Hann hefur ekki komist út úr talinu um Íraksstríðið og varð bensínlaus á miðri leið, þrátt fyrir áfangasigurinn. Honum hefur mistekist að fókusera sig á aðra málaflokka og öðlast tiltrú kjósenda sem breiður stjórnmálamaður ólíkra hópa. Því fer sem fer væntanlega. Lieberman mun vinna.
26.10.2006 | 18:38
Þjóðskjalasafnið birtir öll gögn um símhleranir

Nú hefur Þjóðskjalasafn Íslands birt öll gögn um símhleranir stjórnvalda á heimasíðu sinni. Þetta eru vissulega nokkur tíðindi. Tel ég þetta hið eina rétta í málinu. Það verður að afhjúpa öll gögn frá þessum tíma og opna málið upp á gátt. Með þessu er úrskurður menntamálaráðherra vegna stjórnsýsluákæru Kjartans Ólafssonar, fyrrum ritstjóra og alþingismanns, að fullu uppfylltur og öll gögn liggja að fullu fyrir.
![]() |
Þjóðskjalasafnið birtir öll gögn um símhleranir á vefsíðu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2006 | 16:32
Pétri Árna bætt í prófkjörsslaginn í kraganum
Framboðsfrestur vegna prófkjörs í Suðvesturkjördæmi rann út 18. október sl. 10 einstaklingar gáfu kost á sér, 6 konur og 4 karlmenn. Nú hefur kjörnefnd ákveðið að bæta Pétri Árna Jónssyni, formanni Baldurs, f.u.s. á Seltjarnarnesi og fyrrum stjórnarmanni í SUS, við hóp frambjóðendanna tíu og rétta þar með við kynjaslagsíðuna sem augljós var. Þau sem taka þátt verða því: Ármann Kr. Ólafsson, Árni Þór Helgason, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Pétur Árni Jónsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Steinunn Guðnadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Það stefnir í áhugavert prófkjör í kraganum. Þorgerður Katrín og Bjarni Ben eru þó nær óumdeild í fyrsta og annað sæti framboðslistans. Bæði hafa þau mikinn og afgerandi stuðning um allt kjördæmið, enda eru þau hin einu sem sækjast eftir endurkjöri af þeim alþingismönnum sem flokkurinn hlaut kjörinn í kraganum í kosningunum 2003. Auk þeirra er Sigurrós á þingi, en hún tók sæti við afsögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópavogi. Um þriðja sætið takast Ragnheiður Ríkharðs og Ármann Kr. og hörkubarátta er svo framundan um fjórða sætið. Það verður því tekist á um neðri sætin af nokkurri hörku.
Tveir ungliðar eru í kjörinu; Bryndís og Pétur Árni. Þekki þau bæði mjög vel, enda sátum við öll saman í stjórn SUS árin 2003-2005. Þau hafa verið formenn f.u.s. í Mosó og á Nesinu. Ég hef mjög lengi metið Bryndísi mikils í ungliðastarfinu, enda er hún kraftmikil og öflug. Við höfum átt góða vináttu og unnið saman í ungliðadæminu. Leitaði hún til mín með stuðningskveðju til að birta á heimasíðu sinni og var það sjálfgefið af minni hálfu. Ég vona svo sannarlega að henni muni ganga vel og vil endilega leggja henni lið í þennan prófkjörsslag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2006 | 16:08
Lagt til að Karl verði bæjarritari

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs, yrði ráðinn í embætti bæjarritara. Þær breytingar verða bráðlega hjá Akureyrarkaupstað að embætti sviðsstjóra verða lögð niður og embætti bæjarritara stofnað að nýju, en það var lagt niður skömmu eftir valdatöku Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista (vinstriflokkaframboð) árið 1998.
Það vekur vissulega athygli að ráðið er í starf bæjarritara án auglýsingar. Það verður þó vissulega ekki sagt að Karl sé reynslulaus. Hann var bæjarritari hjá Dalvíkurbæ, sveitarstjóri í Hveragerði, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Suðurnesja, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og fjármálastjóri FMN og Samskip Norge. Hann varð sviðsstjóri félagsmálasviðs Akureyrarbæjar árið 1999.
Þrátt fyrir að Karl Guðmundsson sé mjög reyndur og hæfileikaríkur maður finnst mér óeðlilegt að staðan sé ekki auglýst. Það á að vera grunnkrafa í þessum efnum að staðan sé auglýst. Það er altént mín skoðun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 14:41
Æviminningar Gerhards Schröder
Um þessar mundir er ár liðið frá því að Gerhard Schröder missti stöðu sína sem einn valdamesti stjórnmálamaður heims eftir tap í þýsku þingkosningunum, sem mörkuðu valdaskipti í þýskri pólitík. Schröder var í sjö ár einn valdamesti maður heims, lykilforystumaður í alþjóðastjórnmálum. Hann var kanslari Þýskalands árin 1998-2005 og stýrði þýskum jafnaðarmönnum af miklum krafti. Litlu munaði að honum tækist að snúa vörn í sókn fyrir vinstrimenn í þingkosningunum í Þýskalandi í september 2005 en svo fór að tap varð ekki umflúið og að endalokum valdaferilsins kom formlega þann 22. nóvember 2005 þegar að Angela Merkel, leiðtogi CDU, varð kanslari í hans stað.
Nú hefur Schröder gefið út æviminningar sínar og fer þar að mestu yfir stormasaman stjórnmálaferil sinn, sem héraðshöfðingi í Neðra-Saxlandi og sem kanslari Þýskalands. Einn af lykiltímum valdaferils hans í Berlín var aðdragandi og lykiltími Íraksstríðsins. Hann deildi af hörku við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, og samskipti stórveldanna riðuðu til falls. Svo fór að lokum að þeir töluðust vart við og Bush virti Schröder og ríkisstjórn hans vart viðlits. Sömdu þeir þó frið nokkrum mánuðum áður en Schröder missti kanslaraembættið á sögulegum fundi í Þýskalandsheimsókn George W. Bush árið 2005. Þrátt fyrir kuldaleg samskipti náðu þeir að milda tengslin.
Í æviminningum sínum fer Schröder yfir þessi mál vel. Gagnrýnir hann Bush forseta og stjórn hans harkalega fyrir fyrir endalausar vísanir í Guð í aðdraganda stríðsins og grimmd hans sem markaðist af ísköldum samskiptum þjóðanna nær allan valdaferil Bush, eftir að hann vogaði sér að gagnrýna forsetann og forystu hans opinberlega. Schröder fer með áberandi hætti yfir sjö ár valdaferilsins og sérstaka athygli vekur að hann talar af hörku og stingandi kulda um dr. Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem nú ríkir í stóru samsteypu hægrimanna og krata. Kallar Schröder hana veikburða og litlausan leiðtoga í bókinni.
Merkel og Schröder tókust harkalega á í kosningaslagnum í fyrra, sem varð upphafið að endalokum stjórnmálaferils Schröders. Sjarmi kanslarans og persónutöfrar í samskiptum við almenning voru þar helsti kostur hans. Angela þótti hafa mun minni útgeislun - en hún talaði hreint út um málin, var með ákveðna stefnu og mikla pólitíska plotthæfileika. Það var þó ekki sýnilegt á sjónvarpsskjánum. Sjarmi Schröders var hans stærsti kostur í stjórnmálum og litlu munaði að hann ynni kosningarnar 2005 á þeim sjarma sínum. Markaðist það af því að hann vildi fleiri sjónvarpskappræður. Allir vita að Schröder þolir ekki Merkel og varla undur að hann ráðist að henni nú.
Gaman að lesa um þessa bók, það verður svo sannarlega áhugavert að fá sér hana og lesa. Þó að ég hafi jafnan ekki haft áhuga á Gerhard Schröder sem stjórnmálamanni var hann mikill áhrifamaður og hefur merka sögu að segja. Stefni ég að því að lesa þessa hlið hans á málum. Það væri hinsvegar gaman að heyra skoðun Angelu Merkel á þessum pólitísku æviminningum forverans á kanslarastólnum í Berlín.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2006 | 01:30
Uppstokkun Stjórnarráðsins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nú lýst því yfir formlega að tímabært sé að endurskipuleggja Stjórnarráð Íslands eftir næstu alþingiskosningar, að vori, og sækist eftir því að mynda samstöðu milli forystumanna allra flokka um slíkar meginbreytingar. Lög um Stjórnarráð Íslands hafa verið nær alveg óbreytt frá árinu 1970.
Gleðiefni er að Geir láti þessi ummæli falli og ljái máls á alvöru breytingum á ráðuneytaskipan og öðrum hlutum sem þeim fylgja, enda opna þau á nauðsynlega uppstokkun, sem lengi hafa verið ræddar en lítið gerst í þeim efnum.
Í ítarlegum pistli mínum sem birtist á vef SUS í gær fjallaði ég um þessi mál og bendi á þau skrif hér með. Fer ég þar yfir stöðuna og jafnframt þær tillögur sem mest hefur verið um rætt sem vænlegar til breytinga á ráðuneytaskipan.