Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstręti 10

Jeremy Hunt hafši naumlega betur ķ barįttunni viš Michael Gove um sęti ķ einvķginu viš Boris Johnson um lyklavöldin ķ Downingstręti 10 nś sķšdegis - skvķsaši sig įfram ķ kosningu mešal 130.000 félagsmanna meš ašeins tveggja atkv. mun. Boris Johnson bętti litlu sem engu viš milli umferša ķ dag - ašeins žrķr žingmenn fóru yfir til hans. Plottiš varš žvķ greinilega ofan į - afgerandi stašfesting um örugg tök arkitekta Boris ķ öllu ferlinu bakviš tjöldin eins og komiš var inn į ķ fyrri grein minni ķ dag.

Gavin Williamson, sem fimlega stżrši baklandi Theresu May ķ leištogaslagnum og sat viš skör hennar sem meirihlutasvipa ķ žinginu og sķšar sem varnarmįlarįšherra žar til hann féll ķ ónįš ķ vor žegar Maķsól May blóšrošnaši, stżrši af talnafimi og klókindum kosningabarįttu Boris ķ žingferlinu af miklu öryggi. Engin feilnóta var žar slegin - ferliš umferš af umferš var eins og listilega skrifuš, leikstżrš og leiktjaldahönnuš leiksżning frį upphafi til enda. Ferliš allt féll allt meš Boris Johnson.

Blóšugt örlagafall Michael Gove ķ lokarimmu žingferlisins įberandi hönnuš og unnin bęši af persónulegri og pólitķskri hefnd į lykilmómenti eftir fręga svikastungu gegn Boris Johnson. Žetta er eiginlega snilldar lokaspil ķ löngum og haršvķtugum įtökum. Gove fer afar sįr af velli ķ žessu tapi og óvķst um hvert hann ber nęst nišur ķ pólitķsku plotti til aš halda velli. Gove tók stóran skell eftir svikin viš Boris 2016, tekinn śr rįšherrasveitinni af May en fann glufu inn eftir aš May mistókst aš halda žingmeirihluta 2017 - žótti betra aš hafa sverš hans į vķsum staš. Nś žarf hann aš hefja sömu endurreisn aftur.

Óvarlegt er aš śtiloka aš Jeremy Hunt eigi séns ķ barįttunni um atkvęši ķ grasrótinni nęstu vikurnar žó Boris Johnson hafi flesta žręši fimlega ķ höndum sér. Meš honum fylgir mjög mikilvęgur kjarnastušningur - aftur į móti mistókst honum į eigin forsendum aš tryggja sig ķ lokaslaginn langa. Boris hefur afgerandi stušning ķ grasrótinni og śtlit fyrir aš hann vinni meš yfirburšum. Maskķna hans er vel smurš og til ķ įtök nęstu vikur - žingslagurinn sem įšur var talinn vegatįlmi į leišinni varš glansferš hin mesta og vel skipulögš.

Fimm vikur er langur tķmi ķ pólitķk - slagurinn į milli utanrķkisrįšherranna ķ valdatķš Theresu May um hver verši eftirmašur hennar veršur žó miklu settlegri og rólegri meš Jeremy Hunt sem keppinaut Boris Johnson en hefši oršiš ķ sįlfręšižrillerstrķši viš Gove. Boris viršist žvķ į sigurbraut - įn stórra mistaka er nokkuš öruggt aš hann verši nęsti forsętisrįšherra Bretlands og taki hiš blóšuga kefli May ķ Brexit-mįlinu, hinn žunga pólitķska kaleik ķ fangiš.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband