Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10

Jeremy Hunt hafði naumlega betur í baráttunni við Michael Gove um sæti í einvíginu við Boris Johnson um lyklavöldin í Downingstræti 10 nú síðdegis - skvísaði sig áfram í kosningu meðal 130.000 félagsmanna með aðeins tveggja atkv. mun. Boris Johnson bætti litlu sem engu við milli umferða í dag - aðeins þrír þingmenn fóru yfir til hans. Plottið varð því greinilega ofan á - afgerandi staðfesting um örugg tök arkitekta Boris í öllu ferlinu bakvið tjöldin eins og komið var inn á í fyrri grein minni í dag.

Gavin Williamson, sem fimlega stýrði baklandi Theresu May í leiðtogaslagnum og sat við skör hennar sem meirihlutasvipa í þinginu og síðar sem varnarmálaráðherra þar til hann féll í ónáð í vor þegar Maísól May blóðroðnaði, stýrði af talnafimi og klókindum kosningabaráttu Boris í þingferlinu af miklu öryggi. Engin feilnóta var þar slegin - ferlið umferð af umferð var eins og listilega skrifuð, leikstýrð og leiktjaldahönnuð leiksýning frá upphafi til enda. Ferlið allt féll allt með Boris Johnson.

Blóðugt örlagafall Michael Gove í lokarimmu þingferlisins áberandi hönnuð og unnin bæði af persónulegri og pólitískri hefnd á lykilmómenti eftir fræga svikastungu gegn Boris Johnson. Þetta er eiginlega snilldar lokaspil í löngum og harðvítugum átökum. Gove fer afar sár af velli í þessu tapi og óvíst um hvert hann ber næst niður í pólitísku plotti til að halda velli. Gove tók stóran skell eftir svikin við Boris 2016, tekinn úr ráðherrasveitinni af May en fann glufu inn eftir að May mistókst að halda þingmeirihluta 2017 - þótti betra að hafa sverð hans á vísum stað. Nú þarf hann að hefja sömu endurreisn aftur.

Óvarlegt er að útiloka að Jeremy Hunt eigi séns í baráttunni um atkvæði í grasrótinni næstu vikurnar þó Boris Johnson hafi flesta þræði fimlega í höndum sér. Með honum fylgir mjög mikilvægur kjarnastuðningur - aftur á móti mistókst honum á eigin forsendum að tryggja sig í lokaslaginn langa. Boris hefur afgerandi stuðning í grasrótinni og útlit fyrir að hann vinni með yfirburðum. Maskína hans er vel smurð og til í átök næstu vikur - þingslagurinn sem áður var talinn vegatálmi á leiðinni varð glansferð hin mesta og vel skipulögð.

Fimm vikur er langur tími í pólitík - slagurinn á milli utanríkisráðherranna í valdatíð Theresu May um hver verði eftirmaður hennar verður þó miklu settlegri og rólegri með Jeremy Hunt sem keppinaut Boris Johnson en hefði orðið í sálfræðiþrillerstríði við Gove. Boris virðist því á sigurbraut - án stórra mistaka er nokkuð öruggt að hann verði næsti forsætisráðherra Bretlands og taki hið blóðuga kefli May í Brexit-málinu, hinn þunga pólitíska kaleik í fangið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband