Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Hagnaður Google eykst til muna

Google

Eitt mesta þarfaþing hversdagsins er leitarvélin Google. Flest okkar förum varla orðið í gegnum daginn nema að leita á náðir Google, t.d. að gúggla upplýsingum, myndum eða öðru því sem við viljum kynna okkur. Það er merkilegt að sjá nú fréttir af hagnaði Google. Hann nærri því þrefaldaðist á þriðja ársfjórðungi ársins 2006 og nemur 733 Bandaríkjadölum, eða rúmum fimmtíu milljörðum króna íslenskra. Á þriðja ársfjórðungi var hagnaðurinn nærri því 381 milljón dala. Þetta er því 92% aukning milli ára.

Þetta er ekkert smábatterí orðið semsagt. Þegar að Google var stofnað í september 1998 var það smotterísbissness nokkurra manna, lítið einkafyrirtæki. Höfuðstöðvar þess eru í Mountain View í Kaliforníu og þar vinna yfir 8000 starfsmenn. Google hefur þroskast hratt á þessum tíu árum, bara seinustu fjórum, ef út í það er farið, og eflst við hverja uppbyggingu tölvuiðnaðarins og styrkleika hans. Þessar tölur um stöðuna milli ársins 2005 og 2006 segir allt sem segja þarf um stöðuna nú. Þeir sem vilja kynna sér sögu Google geta litið á þessa vefslóð.

mbl.is Hagnaður Google eykst um 92% á þriðja ársfjórðungi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný útgáfa IE vafrans

IE-vafrinn

Heldur betur breyting á Internet Explorer-vafranum sem kynntar voru í dag. Fyrstu breytingarnar á honum að ráði í heil fimm ár. Öryggismál og útlit verið bætt til mikilla muna og margt gert með hætti Firefox, t.d. hægt núna að skoða síður í flipum í stað nýrra glugga. Það er svo sannarlega mjög til bóta. Í heildina því góð breyting og til batnaðar að nær öllu leyti.

mbl.is Ný útgáfa Internet Explorer vafrans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband