Færsluflokkur: Vísindi og fræði
11.2.2007 | 18:01
Ævintýralegir heimar nútímatækninnar
Það fer ekki á milli mála að Google Earth er mikil töframaskína. Það er ævintýralegt að kynna sér heiminn með þeim hætti sem það býður upp á. Það var alveg ótrúlegt að geta með hjálp þess zoom-að inn með gríðarlega góðum fókus á næstum því hvaða stað í heiminum sem er. Forritið byggir á kortaupplýsingum, google leitarvél og gervihnattamyndum.
Með því að mæla út þann stað sem maður vill er enda farið í nýjan tækniheim. Það er varla hægt að upplifa skemmtilegri og gagnvirkari upplifun að heimsborgunum og með þessu er hægt að kynna sér staði sem manni hefur dreymt um jafnvel um árabil að upplifa en kemst á með einum tölvusmelli. Merkilegt fannst mér t.d. að skoða pýramídana í Egyptalandi og þræða jafnvel heitustu sléttur eyðimerkanna og kuldalegar slóðir norðlægra slóða. Möguleikarnir eru endalausir.
Það er allavega ekki hægt að segja annað en fyrir þá sem dreymir um fjarlægar slóðir og upplifa nýjar hliðar heimsins sé þetta ævintýralega gaman. Þetta er enda eins og að vera kominn í rándýra og flotta Hollywood-mynd satt best að segja. Bendi öllum á að lesa fréttina hér að neðan, ein skondin saga þeirra sem upplifa nýja heima.
Ég hvet alla sem vilja skoða heiminn í nýju ljósi að upplifa þetta.
Með því að mæla út þann stað sem maður vill er enda farið í nýjan tækniheim. Það er varla hægt að upplifa skemmtilegri og gagnvirkari upplifun að heimsborgunum og með þessu er hægt að kynna sér staði sem manni hefur dreymt um jafnvel um árabil að upplifa en kemst á með einum tölvusmelli. Merkilegt fannst mér t.d. að skoða pýramídana í Egyptalandi og þræða jafnvel heitustu sléttur eyðimerkanna og kuldalegar slóðir norðlægra slóða. Möguleikarnir eru endalausir.
Það er allavega ekki hægt að segja annað en fyrir þá sem dreymir um fjarlægar slóðir og upplifa nýjar hliðar heimsins sé þetta ævintýralega gaman. Þetta er enda eins og að vera kominn í rándýra og flotta Hollywood-mynd satt best að segja. Bendi öllum á að lesa fréttina hér að neðan, ein skondin saga þeirra sem upplifa nýja heima.
Ég hvet alla sem vilja skoða heiminn í nýju ljósi að upplifa þetta.
Sá brennandi bát við Ísland á mynd á Google Earth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2006 | 01:25
Áhugaverður umræðuþáttur með Milton Friedman
Ég var að enda við að horfa á áhugaverðan umræðuþátt í Sjónvarpinu frá árinu 1984 með hagfræðingnum Milton Friedman, sem hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976, þar sem hann sat fyrir svörum hjá Boga Ágústssyni í rökræðum við Birgi Björn Sigurjónsson, Ólaf Ragnar Grímsson og Stefán Ólafsson. Þetta var virkilega fróðlegt og reyndar háfræðilegt spjall. Ég hafði oft heyrt talað um þennan umræðuþátt, en aldrei séð hann auðvitað fyrr. Þetta var því auðvitað mjög fróðleg kvöldstund.
Milton Friedman lést þann 16. nóvember sl. og er þátturinn endursýndur til minningar um hann. Er það svo sannarlega vel til fundið hjá Sjónvarpinu að sýna þáttinn aftur, enda á hann vissulega vel við enn og sérstaklega áhugavert að fylgjast með umræðunum milli Ólafs Ragnars og Friedmans, sem auðvitað áttu afar fátt sameiginlegt í hagfræðilegum eða þá mun frekar pólitískum pælingum. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sjá rimmuna milli þeirra um pólitíska og hagfræðilega ástandið í Chile í kjölfar byltingarinnar 1973 þar sem Augusto Pinochet komst til valda og um "ókeypis" fyrirlestra.
Friedman hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði eins og fyrr segir fyrir þrem áratugum og hann er almennt viðurkenndur sem leiðtogi Chicago skólans í hagfræði. Friedman hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í valdatíð Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Um hann hefur mikið verið ritað og áhrif hans ná víða yfir. Í ferð minni til Washington í október 2004 heimsótti ég Cato-stofnunina í borginni. Það var eftirminnileg ferð og gagnleg. Þar fengum við að gjöf merk rit og kynnisefni um þennan mikla hagfræðimeistara, sem markaði skref í heimssöguna með verkum sínum og hugmyndafræði.
Friedman vakti athygli fyrir eftirminnileg ummæli sín og snjallyrði. Hann sagði eitt sinn að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis, með eftirminnilegum hætti, og í Íslandsförinni fyrir rúmum tveim áratugum sagði hann að frelsið væri lausnarorðið fyrir Íslendinga, aðspurður af Boga Ágústssyni, fréttamanni, í þessu ógleymanlega viðtali. Ég vil þakka Sjónvarpinu kærlega fyrir að endursýna þennan merka og fróðlega umræðuþátt.
Milton Friedman lést þann 16. nóvember sl. og er þátturinn endursýndur til minningar um hann. Er það svo sannarlega vel til fundið hjá Sjónvarpinu að sýna þáttinn aftur, enda á hann vissulega vel við enn og sérstaklega áhugavert að fylgjast með umræðunum milli Ólafs Ragnars og Friedmans, sem auðvitað áttu afar fátt sameiginlegt í hagfræðilegum eða þá mun frekar pólitískum pælingum. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að sjá rimmuna milli þeirra um pólitíska og hagfræðilega ástandið í Chile í kjölfar byltingarinnar 1973 þar sem Augusto Pinochet komst til valda og um "ókeypis" fyrirlestra.
Friedman hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði eins og fyrr segir fyrir þrem áratugum og hann er almennt viðurkenndur sem leiðtogi Chicago skólans í hagfræði. Friedman hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í valdatíð Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Um hann hefur mikið verið ritað og áhrif hans ná víða yfir. Í ferð minni til Washington í október 2004 heimsótti ég Cato-stofnunina í borginni. Það var eftirminnileg ferð og gagnleg. Þar fengum við að gjöf merk rit og kynnisefni um þennan mikla hagfræðimeistara, sem markaði skref í heimssöguna með verkum sínum og hugmyndafræði.
Friedman vakti athygli fyrir eftirminnileg ummæli sín og snjallyrði. Hann sagði eitt sinn að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis, með eftirminnilegum hætti, og í Íslandsförinni fyrir rúmum tveim áratugum sagði hann að frelsið væri lausnarorðið fyrir Íslendinga, aðspurður af Boga Ágústssyni, fréttamanni, í þessu ógleymanlega viðtali. Ég vil þakka Sjónvarpinu kærlega fyrir að endursýna þennan merka og fróðlega umræðuþátt.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2006 | 02:25
Milton Friedman látinn
Meistari Milton Friedman er látinn, 94 ára að aldri. Með honum er fallinn í valinn einn af allra helstu talsmönnum einstaklingsfrelsis í heiminum og frjálshyggjugúrú sem athygli vakti og naut vinsælda um allan heim. Friedman fæddist þann 31. júlí 1912. Hann hlaut nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976 og er almennt viðurkenndur sem leiðtogi Chicago skólans í hagfræði.
Friedman kom til Íslands í ágúst 1984 og flutti þar fyrirlestur undir heitinu "Í sjálfheldu sérhagsmunanna" (The Tyranny of the Status Quo), þar sem hann sagði, að einn meginvandinn af ríkisafskiptum væri, að gróðinn af þeim dreifðist á fáa, en tapið á marga, svo að hinir fáu, sem græddu á afskiptunum, berðust harðar en hinir mörgu, sem töpuðu, og sigruðu því ósjaldan.
Friedman hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í valdatíð Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Um hann hefur mikið verið ritað og áhrif hans ná víða yfir. Í ferð minni til Washington í október 2004 heimsótti ég Cato-stofnunina í borginni. Það var eftirminnileg ferð og gagnleg. Þar fengum við að gjöf merk rit og kynnisefni um þennan mikla hagfræðimeistara, sem markaði skref í heimssöguna með verkum sínum og hugmyndafræði.
Friedman vakti athygli fyrir eftirminnileg ummæli sín og snjallyrði. Hann sagði eitt sinn að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis, með eftirminnilegum hætti, og í Íslandsförinni fyrir rúmum tveim áratugum sagði hann að frelsið væri lausnarorðið fyrir Íslendinga, aðspurður af Boga Ágústssyni, fréttamanni, í ógleymanlegu viðtali. Að leiðarlokum minnumst við Milton Friedman með mikilli virðingu. Blessuð sé minning hans.
Ítarleg umfjöllun um Milton Friedman
Friedman kom til Íslands í ágúst 1984 og flutti þar fyrirlestur undir heitinu "Í sjálfheldu sérhagsmunanna" (The Tyranny of the Status Quo), þar sem hann sagði, að einn meginvandinn af ríkisafskiptum væri, að gróðinn af þeim dreifðist á fáa, en tapið á marga, svo að hinir fáu, sem græddu á afskiptunum, berðust harðar en hinir mörgu, sem töpuðu, og sigruðu því ósjaldan.
Friedman hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Bandaríkjanna og Bretlands í valdatíð Ronald Reagan og Margaret Thatcher. Um hann hefur mikið verið ritað og áhrif hans ná víða yfir. Í ferð minni til Washington í október 2004 heimsótti ég Cato-stofnunina í borginni. Það var eftirminnileg ferð og gagnleg. Þar fengum við að gjöf merk rit og kynnisefni um þennan mikla hagfræðimeistara, sem markaði skref í heimssöguna með verkum sínum og hugmyndafræði.
Friedman vakti athygli fyrir eftirminnileg ummæli sín og snjallyrði. Hann sagði eitt sinn að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis, með eftirminnilegum hætti, og í Íslandsförinni fyrir rúmum tveim áratugum sagði hann að frelsið væri lausnarorðið fyrir Íslendinga, aðspurður af Boga Ágústssyni, fréttamanni, í ógleymanlegu viðtali. Að leiðarlokum minnumst við Milton Friedman með mikilli virðingu. Blessuð sé minning hans.
Ítarleg umfjöllun um Milton Friedman
Milton Friedman látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |