Færsluflokkur: Íþróttir
3.7.2016 | 23:39
Takk strákar!
Íslenska þjóðin getur verið svo innilega stolt af strákunum sínum við leikslok á EM þrátt fyrir svekkjandi tap fyrir heimamönnum á Stade de France. Við mættum einfaldlega ofjörlum okkar, alveg grátlegt að missa dampinn í fyrri hálfleik, en strákarnir komu til baka eftir áfallið og náðu að rétta sinn hlut með sóma.
Frammistaða liðsins hefur auðvitað verið algjört ævintýri og sameinað þjóðina í eina öfluga liðsheild. Þakklæti og stolt lifir eftir þetta mót hjá þjóðinni allri. Nú er bara að byggja ofan á þennan árangur og horfa til framtíðar.
Við kveðjum Lars með söknuði - arkitektinn að þessu mikla ævintýri. Hann kom með fagmennsku og trausta verkstjórn í landsliðið og hefur lyft grettistaki í íslenskri knattspyrnu.
Strákarnir hafa lært mikið á skömmum tíma, vaxið við hverja raun og náð ógleymanlegum árangri. Liðsheildin og stuðningur þjóðarinnar hefur spilað saman í magnaða heild. Okkur eru sannarlega allir vegir færir eftir Frakklandsævintýrið.
Ísland er úr leik á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2010 | 22:22
Til hamingju Ísland
Ekki hægt annað en vera stoltur af því að vera Íslendingur á þessu fagra kvöldi. Árangur Íslands er glæsilegur - gaman að sjá íslenskt karlalandslið loksins vera að uppskera allt sitt erfiði. KSÍ gerði hið eina rétta með því að láta 21 árs liðið vera í forgangi.
Til hamingju strákar - til hamingju Ísland!
Ísland í úrslit EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2010 | 15:58
Þórsarar í úrvalsdeildina með stæl
Loksins, loksins eigum við Akureyringar úrvalsdeildarlið að nýju eftir langa bið. Vona að Þór gangi vel í úrvalsdeildinni á næsta ári.
Þetta er góður dagur fyrir knattspyrnuáhugamenn á Akureyri. Núna eigum við öll að gleðjast með árangurinn, hvort sem við erum á Brekkunni eða úti í þorpi.
Hvað KA varðar þarf að taka til þar og vinna úr málum, enda árangurinn ekki góður á þessu sumri en það er verkefni til að takast á við.
Þór í úrvalsdeild - Fjarðabyggð féll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2010 | 19:43
Strákarnir okkar vinna bronsið í Vín
Landsliðið átti glæsilega frammistöðu á þessu móti. Voru þar bestir með Frökkum og Króötum - geta verið stoltir af því sem þeir hafa verið að gera. Þó alltaf sé súrt að missa af gullverðlaunum er þetta enginn heimsendir, heldur aðeins stórsigur miðað við það sem búast mátti við fyrirfram. Í bronsverðlaununum felast tækifæri í framtíðaruppbyggingu sem vonandi verða nýtt. Nú þarf að styrkja landsliðið enn frekar í uppbyggingu komandi ára. Efniviðurinn er frambærilegur og traustur.
Og við hin sláum upp heilli þjóðhátíð næstu dagana, rétt eins og sumarið 2008 þegar við náðum silfrinu í Peking. Við eigum að fagna ótæpilega þessum árangri, slá upp veislu og traustri gleði. Og það verður fjör þegar strákarnir koma heim. Þeim verður fagnað sem þjóðhetjunum einu og sönnu, enn og aftur. Við erum stolt af þeim.
Ísland landaði bronsinu í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 17:42
Strákarnir valta yfir rússneska björninn í Vín
Þetta er enn eina góða hefndin fyrir fyrri tapleiki gegn Rússum, sérstaklega þegar þeir slógu okkur út úr HM á heimavelli fyrir fimmtán árum, vorið 1995. Sigurinn getur varla verið sætari og átta marka sigur er þvílíkt egó-búst fyrir leikinn gegn Norsurunum á fimmtudag.
Tær snilld að sjá ungu strákana fá tækifæri. Aron er að glansa á þessu móti, kemur sterkur til leiks, og flott að sjá Ólaf fá séns. Liðið er í góðum takti núna og nú er bara að stefna alla leið í undanúrslit og taka medalíu, helst gullið.
Einn sigurinn enn þjappar þjóðinni saman, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu...
Átta marka sigur á Rússum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2010 | 23:20
Glæsilegur sigur hjá strákunum okkar
Maður leiksins var án vafa Björgvin Páll, sem hefur algjörlega brillerað á þessu móti og staðið sig með miklum sóma. Svo er gaman að sjá Aron Pálmarsson blómstra í liðinu í þessum leik, klárlega ein skærasta framtíðarstjarna íslenska handboltans.
Dönum skellt í Linz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2010 | 19:33
Dramatískt jafntefli - skelfilegt klúður
Maður er eiginlega orðlaus eftir að hafa horft á íslenska landsliðið klúðra sínum málum með því að missa sigurleik úr höndunum á síðustu sekúndur og það annan leikinn í röð. Eitthvað er stórlega að hjá liðinu: það vantar leikgleðina og neistann í liðið. Sóknin og vörnin eru bæði í tómu tjóni og veruleg veikleikamerki á liðinu. Þegar íslenska landsliðið getur ekki tæklað það austurríska er eitthvað stórlega að.
En það verður að vona það besta þó allt sé í tómu tjóni hjá landsliðinu. Nú verður að stóla á sigur gegn Dönum. En þá verður allt að ganga upp og laga þá miklu veikleika sem eru á liðinu eftir tvö flopp í röð, þegar það spilar sigri úr höndunum á sér, hreinlega leikur sér að því að klúðra málum. Þvílík vonbrigði. Nú verður liðið að taka sig á og reyna að bjarga málunum.
Nú er að duga eða drepast...
Klúðruðu stigi í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2010 | 07:25
Verðskuldaður heiður Ólafs - forljótur bikar
Nýji bikarinn er svo skelfilegur að maður á varla nógu góð orð til að lýsa honum. Hann er samansettur úr efnum sem engan veginn eiga samleið og heildarmyndin verður stór og klunnalegur bikar sem virðist því miður ekki vera líklegur til að haldast önnur 50 ár milli þeirra sem fá titilinn.
Í samanburði við hinn gamla góða bikar er þetta eiginlega ótrúlegt kúltúrsjokk, svo maður finni eitthvað almennilegt orð. Semsagt, orð dagsins til samtaka íþróttafréttamanna er: skiptið um bikar og með det samme sko.
Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 00:20
Glæsilegt hjá stelpunum
Þetta lið getur staðið sig feiknarvel á góðum degi. Nú er bara að segja... áfram stelpur. Gangi ykkur vel!
Fáheyrðir yfirburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 15:05
Tvíkynja afreks"kona" svipt gullverðlaunum
Ég get ekki séð hvernig Caster Semenya getur haldið gullverðlaunum sínum. Eftir rannsóknir á henni og niðurstöðu um að hún sé tvíkynja er öllum ljóst að hún stóð öllum öðrum í hlaupinu framar vegna yfirburða sinna og líkamsbyggingar - varla verður hægt að una þeirri niðurstöðu. Erfitt verður að átta sig á hvort hún sé í raun kona eða karlmaður... sennilega bæði.
Þetta minnir óneitanlega á mál ólympíuhafans Stellu Walsh - við andlát hennar árið 1980 kom í ljós að hún var engu síður karlmaður en kona... enn er deilt um hvort hún var í raun og hvort öll afrek hennar yrðu útmáð og strikað yfir að hún hafi unnið ólympíugullverðlaun sem kona.
En tímarnir eru aðrir - þessi niðurstaða leiðir til þess að tekið verði á umdeildum álitaefnum og varla séð að Caster hin suður-afríska geti hafa unnið þessi verðlaun sem kona eftir þessar uppljóstranir.
Umfjöllun um Stellu Walsh
Fjölskylda Semenya bregst reið við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)